Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 130
126
reglu á meltingarstörfunuin í líkama skepnunnar og
veiklun meltingarinnar, framkominni einkum af sýru-
myndunum í þörmunum, eða og af stíflum, sem virð-
ast koma fyrst í innýflin, og er jafnau auðþekktur af
því, að saur skepnunnar er þunnur, slímaður og stund-
um rennandi. Opt fá skepnurnar hinn svonefnda liless-
ing fyrst, er varir opt nokkra daga og batnar opt af
sjálfu sjer, eða hann verður æ þynnri og slímaðri og
svo síðast alveg rennandi, og spýtist þá niður eptir fót-
um skepnunnar og atar mjög hár hennar eða ull; opt
er þá jafnframt í saurnum hálfmeltir eða ómeltir lilutar
fæðunnar, og miklu optar þarf skepnan hægðir með til
baks en annars, jafnframt því, að hún er venju fremur
dauf og veikluleg. Þegar þessi kvilli hefur varað all-
lengi, fer skepnan að missa fjör og mátt, sem og átlyst,
verður dapureygð, ljót og úfin í hárbragði, snuðrar opt
í eða sleikir hey það, sem fellur niður úr jötu hennar,
eða þá veggi í kring um sig, er hún er inni; saur
hennar er daunillur og jafnvel óþefur af henni sjálfri;
hún fer nú einnig að fá hríðar í hvert skipti, er hún
kennir hinnar sáru hægða-þarfar, stynur eða kveinkar
sjer, fleygir sjer ýmist niður eða stendur upp með kryppu
upp úr bakinu, fær stundum allmikinn kuidahroll, og er
hún nú orðin altekin af pestinni. — Þegar skitupestin
er hráð og áköf, fylgir lienni auðsæ liita- og köldusótt;
byrjar hún þá venjulega ekki með hlessing, heldur geng-
ur fyrst frá skepnunni mjög slímaður sparða-saur og
svo brátt þunnar og rennandi liægðir, og þá kemur opt-
ast hinn sári og skerandi iðraverkur þá þegar, opt á
öðrum og þriðja degi, og á haustlömbum er veikin stund-
um svo bráð, að þau liggja þá þegar dauð. — Aptur
er veikin stundum eindregið hœgfarandi, skepnan „hefur
sótt“, sem menn svo kalla, en er að öðru leyti frísk og