Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 132
128
jetur, stundum „hleypur líka á hana“ aptur og aptur með
nokkurs tíma (daga) millibili. Þegar svona á stendur þarf
maður ekki að óttast veikina, hún er þá með rjettu
skoðuð sem eðlilegur og nauðsynlegur staríi náttúrunn-
ar eða lífsaflsins, til að hrinda frá sjer einhverju sjúk-
dómsefni, og á ínaðurinn ckki að þrífa þar hugsunarlaust
eða fljótfærnislega framm í, heldur „láta náttúruna ráða".
Þó verður að hafa vakandi auga á þessu skeiði, því
þegar lífsýki eða sótt þessi fer að verða langvinn, eða
grípur margar skepnur í einu, eða er þegar -mjög þunn
og skepurnar verða jafnframt daufar og missa átlyst,
þá eru þetta allt hin ískyggilegustu merki, og hin í
byrjun hægfarandi sóttarveiki getur innan skamms suú-
ist upp í hina áköfu og þjáningarmiklu sóttarpest. Þessi
hin langvinna teguud er líka opt afleiðing eða eplirveiki
hinnar bráðu og áköfu sóttar, eða þá einhvers annars
kvilla innvortis, er eigi hefur náð að vinna á skepn-
unni; er hún þá optast þjáningarlaus, en þó þrá fyrir
að batna, og á þá optast rót sína í reglulegri veiklun
meltingarfæranna, þar sem hin eiginlega bráða lífsýki
eða sótt á tíðast rót sína í ofhleðslu magans eða
snöggri kæling. Þessi hin lijer um rædda sýki nefnist
nú aptur Uöðkreppusótt eða blóðsótt, þegar henni fylgir
áköf sóttveiki með hita og köldu, og venjulegast þeg-
ar í byrjun með píuandi iðraverkjum og sífeldri þörf til
hægða, sem eru sára litlar í hvert sinn, samfara sífeld-
um pressing, því hjer er sem sje stífla fyrir i skepnunni,
og það, sem niður af lienni gengur, er því ekki saur
hennar eiginlega, heldur slím, að eins með litlu af ómelt-
um, optast blóðdrefjuðum pörtum fæðunnar í, eða tómt
slím og blóð, og engist skepnan með þessu sundur og
saman, eða hún emjar og jafnvel hljóðar liátt. Enda-
þarmurinn þrýstist þá opt út og verður þrútinn, skepn-