Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 133
cða æsing af hlaupum eða hræðslu mikilli, eða því um
líku, eða þá að síðustu, að þessum ungviðum liefur verið
gefin sárköld, súr eða skemmd mjólk með, eða í stað
móðurmjólkurinnar, þá geta allt þetta verið nægar orsak-
ir. Sömuleiðis má húsnæðið, ef lömb þurfa að kúldast
inni á vori, sje það of þröngt, loptillt eða vott og daun-
illt, valda þessum kvilla; ennfremur hreifingarleysi um
of, og þó allra helzt snögg aðkœling.
Uppvaxandi skepnur, haustlömb, gemlingar og stór-
gripir á sama reki, sem og fullorðnar skepnur, fá kvilla
þenna almennast af þungu, mygluðu og skemmdu eða á
annan liátt óhollu og illmeltanlegu fóðri, eða þá af fúlu
og óhreinu drykkjarvatni, eða af snöggum og óhentug-
um fóðurbreytingum, snöggum og ónærgætnum umskipt-
um beitar og inngjafa, einkum þegar visst ásigkomulag
tíðar og lopts er þar með aðstuðlandi, er helzt á sjer
stað á vetrum snemma. Ennfremur snögg aðkæling og
innkuls, langvinn regnveður, beit lengi á votar mýrar
eða beit á mjög hjelaða jörð og hrímgaða1, allt að einu
langvinn beit á þurrt kvistlendi, einkum í harðiudum,
sje það magurt og vaxi á blásinni jörð, mold- og leir-
runninni, og svo að síðustu beit á leirrunna liaga og engjar
að vorlagi eða á snöggsprottið grózkumikið nýgresi eða
sjávar flæðiland, eru mjög opt og yfir höfuð hinar fram-
leiðandi og nánari orsakir til þessa sjúkdóms, sem því
er bæði tíðastur og skæðastur vor og haust, þegar
lopts- og veðrabreytingar eru mestar, og svo framan
*) Dað er eptirtektavort, að þð blððkreppusóttin og bráðafárið
virðist næsta ólíkar og óskyldar veikjur, þá framkallast þær einatt
af þessari sbmu orsök; það styrkir því skoðun margra, að bráða-
fárið eigi fyrst rót sína í stýflu, som í iunýflin kemur, og væri hún
í tíma viðgerð eða í veg fyrir bana komið, þá rnyndi sýkin ekki ná
að brjótast fram eða verða eins lifskættuleg.
nímaðarrit VII.
9