Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 135
131
opt áþreifanleg umgangsveiki í lömbum og ungfje fram-
an af vetri og stafar þá að líkindum af einhverri teg-
und af hinum ósýnilegu margvíslegu sóttkveikju-mygl-
um (Mikrozymæ), sem við og við menga andrúmsloptið
óheilflæmi og pestarefni, líkt og miltisbruni, muun- og
klaufasýki o. fl.1
Meðferð og lœkning: Eins og hin ýmsu nöfn hjá
almenningi á sýki þessari benda til, og eins og sjá má
af því, sem hjer að framan er skráð um einkenni henn-
ar, er það bert, að hún er jafuaðarlega í nokkuð ólík-
um myndum eða á ýmsu stigi, en þó eru í raun og veru
ekki nema tvær aðaltegundir hennar, sem sje hin eigin-
lega skita eða sótt eða lífsýki (Díarrhoe) og svo blóð-
krejopan eða blóðsóttin (Dysenterie), og eptir því verða
menn að haga sjer með meðferð og lækning hennar. —
Þegar snöggt hleypur á skepnur, sjer í lagi þó ungar
sauðkindur, er líka á sjer títt stað, með því ær eptir
fráfærur eða um mitt sumar, þegar grózka er mest í
grasi og þær eru frískar með því, er, eins og að framau
er sagt, óráð að taka þar fram í, eða stöðva þessa líf-
sýki, sem skoðast má sem heilsusamleg viðleitni nátt-
úrunnar til þess á þenna hátt að hrinda úr líkamanum
einhverju því sjúkdómsefni, sem í honum felst eða að
hreinsa maga sinn og þarma; að eins að fara þá var-
lega með skepnuna, svo sem með því, að verja hana
') Jeg vil annara leyfa injer að Bkýra á, voru máli possar nefndu
veikjur og aðrar, sem kaga sjer eins og [iær, svo sem hina staðlægu
lunguasýki, og þá líka bráðasóttina, landstöðu- eða landkveikjusýlcjur
(Bnzootier) í mótsotning við eiginlogar landfarsóttir (Epizootier)
svo sem Iniluenza, kólera, hundapcst o. fl., sem ganga um á ýmsum
tímuin, þar sern hinar eru staðaldurslega í þeim og þeim Iands-
plássum, bundnar jafnframt loptsins vissa áBÍgkomulagi keiinkynnis-
ins, lauds og gróðurs.
9*