Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 136
132
snöggri kæling eða vosbúð, láta haDa, ef hægt er, eigi
mæta mjög snöggum umskiptum hita og kulda, sjá henni
fyrir Ijettu og hollu fóðri eða beit, ef úti er, og yfir höfuð
halda henni meir til fjalls og ]iar sem smákvisti eða
kryddjurtir spretta, heldur en annarstaðar. Ef skepn-
an er á húsi, svo sem einatt lömb og kálfar, og önnur
ungviði, þá eigi gefa þeim sárkalt að drekka, og í stað
blávatns slímaða drykki, svo sem seyði af grjónum eða
öðru korni, og batnar þetta þá venjulega brátt, svo sem
af sjálfu sjer. Þegar ber á þessu snemma vetrar og fje
er allt i högum, þá er gott að skipta um beitland við
það, og reka helzt af lág- eða mýrlendi til fjalls eða á
kvist. Grjöri þessi kvilli þar á móti vart við sig meðan
ungviðin nœrast af móðurmjólkinni mestmegnis eða ein-
göngu, þá er að reyna að komast eptir á hvern hátt
mjólkin er þeim óholl, og bæta liana, ef hægt er, œeð
breyting fóðurs, beitar eða fóðurumskiptum1. Þegar
Að bæta að öðru leyti úr göllum móðurmjðlkurinnar, sem
ýmsir geta verið, verður naumast ætlast til að bændur almennt fái
gjört, það mun mega gott lioita yfir höfuð hjá oss, að hún sje nœg
sjer í lagi hjá ánum á vorin, enda er hún þá, ef það er af
almennu og hollu og góðu fóðri, jafnaðarlega holl afkvæmunum nema
sjerstaklcga á standi. Það er einkum í Homöopathíunni þá, að vjer
getum fundið ráð og lyf við mjólkurafbrigðum og með því það
kemur fyrir, einkum með kýr, að menn þurfa að fá hót á þessum
kvilla, viljum vjer stuttlega á það drepa. Við mjög þunnri, svo og
blárri eða grárri mjólk gefa menu Pulsatilla og sulphur og bæta
fóðrið jafnframt. Við seigri og slimaðri mjólk Phosphur og sulphur
og eiga sömu lyf líka við þrárri eða beiskri mjólk, er optast staf-
ar af miklu rófufóðri og beiskum jurtum í heyi, eða þá calc carb.
i stað sulph. Við blóðugri mjólk er aconit og Phosphor höfuðlyf,
og svo arnica, ef það stafa kann af höggi eða meiðsli á júfrinu.
Svo er og lirein saltsýra, 12—15 drop. í 2 matskeiðum vatns, eitt
hið bezta lyf við mjólk, er fljótt súrnar og hleypur, og einnig við
seigri, blá- og gulflekkjaðri mjólk úr skepnum.