Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 137
183
kálfar fá kvillann, sem mjög títt er, þá er, auk þess
sem maður reynir mjólkurskipti við þá, eða aðra tii-
breyting hentuga í fóðrun þeirra, reynandi að skafa dá-
lítið af krít (5—6 gröm) í mjólkurskamt þeirra nokkr-
um sinnum, kalkefni krítarinnar virðist binda sýrurnar
eða myndanir þeirra í maga þeirra og þörmum, eða
sjúga þær upp; eða þá í annan stað hræra sundur eitt
eða tvö hráegg, ef fyrir hendi eru, og blanda við þunn-
meti það, sem þeim er gefið; í þriðja lagi einkum, ef
þetta virðist ekki ætla að haldi að koma, skal gefa
þeim bygggrjónaseyði, blandað litlu af mjólk, eða það
eintómt með litlu af krít í; ennfremur hræra mjöl eða
mjöl blandað litlu af línsterkju (Stivelse) í mjólkurbland
þeirra, eða þá blanda það dálitlu af brenndum rúg eða
byggi, sem er ágætt ráð; og er allt þetta skynsamlegra
enn þegar í stað að fara að hella ofan i ungviði þessi
seyði af sortulyngi og öðrum sterkbarkandi jurtum, sem
jafnan skal með mestu varúð gjört, eða að vera að kaupa
magnesíu úr lyfjabúðum við kvilla þessum, þó hún ann-
ars vel við eigi, því við hin ráðin, svo og vandaða hirð-
ing, má optast nær bjargast. Útlendir ráða ennfremur
til að hafa að staðaldri stórt krítarstykki í jötu kálfa,
er þeir brátt læri að sleikja, og er það að vísu allhent-
ugt; en jeg er hræddur um, að það kunni að fara
líkt með þetta ráð, eins og með að ráða til að hafa
saltsteina í jötum eða görðum sauðfjár, sem er þó engu
síður ómissandi til heilsubótar því, að menn vanræki
það eða trassi í tíma, en þá er það ekki til neins. Jafn-
framt þessu þarf um það að sjá, að ferskt og hreint
lopt geti jafnaðarlega komizt inn til þessara ungviða
allra og eigi sízt ef þau sýkjast, án þess þó að kalt
verði á þeim, eða dragsúgur loiki um þau, og hefur
þetta meiri þýðing en margur hyggur. — Við unglömb