Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 138
134
mætti reyna þessi hin sömu framantöldu ráð, en gefa
þeim jafnan helmingi til tveggja hluta minna af öllu þvi
er lyfjakyns er, en fóður- eða beitarumskipti við móður-
ina verður hjer aðaiatriði, og það sem helzt er hægt að
koma við. Venjulega er sótt eða lifsýki á unglömbum
hvergi eins tíð nje slæm viðfangs, sem á kálfum, sem
kemur eðlilega einkum til af því, að lömbin fá að njóta
móðurmjólkurinnar að mestu fyrstu vikur æfinnar, en
kálfarnir sjaldnast á sama hátt. Hin svonefnda brodd-
skyta á lömbum er þeim eðlileg, og þarf ekki við henni
að gjöra annað en það, að gefa því gætur, að hún verði
ekki að harðri skorpu fyrir endaþarms-opinu, sem getur
orsakað dauða lambsins, en sem hver árvakur smali
gætir að og iagfærir; einnig hafa smalarnir snjallræði
eitt við hendina, er þeir verða þess varir, að stýfla er
í lömbum, eða þau þembast vanalega af of megnri mjólk
í móðurinni eða á þau byrjar að hlaupa af því, sem sje
að spíta ofan í þau fáeinum smásopum af köldu vatni,
sem jafnt er einfalt ráð sem einhlýtt. Aðrir hafa til
þess soðið volgt vatn, er líka vel virðist eiga við til að
þynna kostinn í maga lambsins, og þannig ljetta fyrir
meltingunni, og ætla jeg þetta jafnvel betra við öll van-
meta lömb, undan mögrum eða illa fóðruðum ám, og þó
heldur volgt mjólkurbland eða þá hreina mjólk; kalda
vatnið eintómt þar á móti, þá er bæði lömb og ær eru
vel frísk og feit, og mjólkina leyfir í ánni, en þá þarf
líka reglulega að mjólka frá þeim. Við mögur og van-
meta Iömb er og mjög gott að stinga upp í þau dálitl-
um bita af ósöltuðu eða lítt söltuðu helzt nýju smjöri
kvelds og morgna, eða þá sem svari einni teskeið af
tæru þorskalýsi, er bætir úr skorti þeirra og kemur í
veg fyrir plágu í þeim, og þá er og líka einkar gott,
að blanda litlu af mjöli eða öllu lioldur þunnu seyði af