Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 139
135
nýju kjöti í mjólkurbland það pða mjólk, sem maður
gefur þeim, þegar mæðurnar illa fæða; en sje ekkert af
þessu gjört, og svelti þau hinn fyrsta hálfan mánuð æf-
innar, verða trauðlega vænar skepnur úr þeim eða hraust-
ar vel.
En hin eiginlegu húsráð og lyf, er menn hafa við-
haft og mörgum finnst sjer að góðu gagni hafa komið
gegn skitupest og sótt á sauðfje yfir höfuð, og þó eink-
um á ungu fje, haustlömbunum, sem langhættast er við
kvilla þessum hinn fyrsta vetur sinn — og svo einnig
við nautgripi, sem bæði á vetrum, einkum þá á kálfum
og svo á vorin í gróanda bæði á gemlingum og svo öllu
mögru og dregnu fje, — eru bæði mörg og margvísleg,
og má í heild segja um þau, sem þessi svonefndu hús-
ráð yfir höfuð, að þau eru mest tilorðin fyrir venju, og
venjulegast af því tagi einu, sem næst er hendi livers að
grípa til, opt sem óyndisúrræða, en eiga aptur við allt
færra lyfjafræðislegt eða vísindalegt að styðjast, og eru
því opt í eðli sínu allgagnstæð hvert öðru. En þrátt
fyrir það, koma þau einatt að góðu lialdi og þeim verð-
ur eigi útrýmt, og fyrir því verður að taka þau til
greina, einkum þá í ritgjörð sem þessari, og vil jeg nú
setja hjer flest af þeim, sem mjer eru kunn.
Búmat ýmislegan liafa menn haft til lækningar við
allri skitupest, svo sem bæði mjólk og skyr, ýmsa feiti
og steinolíu, sem og salt, saltvatn, sortulyng smáskorið
blandað í mjólk, Hka brennivín blandað í mjólk, líka
rauðvín og þá ekki sízt tóbakið; ennfremur krítarvatn
álúnsvatn eða mysu, bygg eða hrísgrjónaseyði með krít
í, svo og seyði af allskonar lyngi, viði og berki, seyði
af rjúpnalaufi, blóðrót, horblöðku, murum, vallhumli o.
s. frv.; svo og dust af sumum þessum eða fleiri lækn-
iuga jurtum, sem oflangt yrði allt upp að telja. Verð-