Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 140
136
um vjer hjer að fara fáum orðum um hið helzta af þessu,
sem opt að haldi kemur í tíma og með skynsemd við-
haft, og einkanlega ekki allt of mörgu eða ólíku bland-
að saman í einu, sem er til hins verra.
1. Töbahið, og þá sjer í lagi mnnntóbak, er meðal
hinna eldri og algengustu ráða, einkum á Austurlandi
og nyrðra víða, að því er mjer er kunnugt, við lífsýki
eða sótt, helzt haustlamba, og verður því ekki neitað,
að það virðist opt verða að bezta gagni, í tíma gefið
eða í byrjun sýkinnar, eins og skiljanlegt er um jafn
skerpandi og samandragandi jurt. Menn gefa haust-
lömbum 2—3 þuml.1 hverju lambi af munntóbaki í þuml-
ungs-bitum, er stungið er niður í kok þess, svo það
renni því niður, en fullorðnu fje allt að kvartjeli af
rullu í einu; sumir tæja það sundur dálítið, og láta svo
skepnuna tyggja það, áður hún rennur því niður. Sum-
ir gefa tóbakið inn í súru skyri vel sundurtáið, svo
sem kaffibolla af því mauki í einu, sem svo er ítrekað
einu sinni eða tvisvar á dag eptir þörfum. — Við sótt
á mjólkurkúm hafa menn líka viðhaft tóbak með árangri,
og er það þá skorið nokkuð smátt, um hálíálin handa
gripnum, og gefið inn í graut eða mjólk. Hestum skal
maður aldrei gefa það.
. 2. Krítin og lcrítarvatnið, bæði inngefið og svo í
stólpípu líka, er að ætlun minni eitt hið hentugasta
húsráð eða lyf við sóttarkvillanum, bæði strax í byrjun,
og eins þó pestin sje nokkuð mögnuð orðin, og er það
') Jeg þekki ekki svo fá dæmi, að svo litlar inntökur hafa
ekkert stoðað, en haíi kindum, og ]iað jafnvel haustlömbum, vcrið
gefnir í einu 12—18 þuml. af munntðbaki, hefur þeim batnað sðtt-
in mjög fljótt. En svo miklar inngjaíir eru óviðfoldnar, því að
skepnur veikjast vanalega af þeim. Útg.