Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 141
137
án efa ofsjaldan notað; einnig rná viðhafa það við hlið-
ina á öðrum lyfjum, sbr. hjer að framan um kálía.
3. Alúnsvatn og sortulyngsseyði eru að visu mjög
barkandi og stýflandi lyf, er fá opt fljótt stöðvað lífsýki
eða sótt á skepnum, en hætta getur verið samfara notk-
un þeirra, sjer í lagi ef skepnan er mjög veik eða dreg-
in orðin, og skyldi því að minnsta kosti eigi hafa það
ofsterkt eða mjög ört inngeflð. Af muldu álúni hefur
maður 1 matskeið hjer um bil til 1 potts vatns, og af
lynginu smásöxuðu lítinn hnefa fullan, og er naut-
gripum ætlað þetta sem ein inngjöf, svo og hrossum, en
sauðfje nokkuð minna. Álúnsmysa er tilbúin í mjólk
sem er hituð með þvi, 1 skeið í 1 pott, unz osturinn hleyp-
ur saman og mysan þá siuð frá1. Allt eins hcntugt
væri að strá brytjuðu sortulyngi og laufi slíkra sterk-
barkandi jurta á hey skepna þeirra, sem sótt hafa, og
láta þær svo sjálfar velja sjer skamt af því; þetta væri
í öllu falli rnjög gott samhliða öðru.
4. Um barkar-, sem og ýmislegt víðir-seyði, svo og
seyði af beitilyngi, rjúpnalaufi o. s. frv., er nokkurn veg-
inn hið sama að segja um þetta lijer áðurnefuda; þó
verkanir þessara seyða af víðir og jurtum sjeu viðfeldn-
ari og eigi raunar vel við í sóttarpestinni; sumir hafa
te af jurtum þessum í stað seyðis, og sinn lieldur með
hverri. Venjulegust inngjöf er: 1 pottur i einu handa
stórgripum, sauðfje l1/^ peli til 1 markar ef te er.
5. Um steinolíu, brætt smjör, svo og ýmsar olíur,
sem aðrir reyna, vil jeg helzt láta ótalað þegar um eig-
inlega lífsýki er að ræða. Við iðrakveisu og þembu
’) Með jöfnum hluta af kanel saman við álúnið er mysa af þvi
eitt hið bczta lyf við Uóðlátum kvenndýra flestra, og er ]>vi mjög
gott að eiga þau efni á hcimili sínu, með þvi blóðlát þarf optast
skjótastra viðgerða.