Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 142
138
á skepmim á,lít jeg þar á rnóti einkum steinolíu góða,
inngefna helzt í mjólk, en alls ekki við lífsýki. Þessi
mýkjandi og leysandi lyf eiga þá eðlilegast við, er stýfl-
ur eru í skepnunum, og mættu þá helzt til gagns verða
sem varnarlyf, því óefað er, að opt er stýfla einliver
undanfarandi eða hin næsta orsök til þessa sjúkdóms,
sóttarpestarinnar, og áður höfum vjer tekið fram, að
blóðkreppusóttin er í raun og veru stýfluveiki, og er þvi
steinolía og þó einkum laxer- eða hreinsunarolía, sjer-
lega vel við eigandi í byrjun liennar. Lömbum á haust-
in skal þá gefa fulla matskeið til inngjafar, hvort af
steinolíu eða hreinsunarolíu er, og nokkuð meira af lýsi
og svo fullorðnu fje og stórgripum tiltölulega meira. Einn-
ig eiga þá olíulyfin og lýsið mjög vel við þegar svo er
að stýflur og harðlífi eru til skiptis við sótt eða lífsýki
á skepnum1.
6. Salt og saltvatn stendur alls ekki að baki öðrum
húsráðum við skitu- eða sóttarpestinni, en bezt er
að viðhafa það þegar í byrjun, eða öllu heldur sem nokk-
urs konar varnarlyf við henni. Fulla matskeið má gefa
haustlömbum inn af salti, hvort það er mulið ogþá eintómt
gefið, eða leyst upp í vatni. Hið snjallasta ætla jeg að
sje, að gefa lömbum og ungum kindum á haustin einu-
sinni eða tvisvar í viku eigi mjög sterkt salt vatn fyrst
þegar farið er að gefa þeim hey, um x/2 pela minnst
hverri kind, og halda því nokkuð áfram, einkum í byggð-
um allfjarri sjó, eða þá strá smámuldu salti á heygjöf
þeirra í jötu, eða hafa saltstykki liggjandi fyrir þeim
*) Sem eitt hið helzta til varuar bráðaBóttinni heíi jeg áður
sem margir fleiri tekið fram, að leysandi og hreinsandi inngjafir
af olíu (laxer — stein — oliu) og þó einkum laxer-hreinsunarsaltið
(Glaubersalt) mundi vera hið tiltækilegasta, enda mun skyldleiki
milli hcnnar og blóðsóttarinnar vera meiri en menn almennt, hyggja.