Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 144
140
mjúkri feiti í ásamt dálitlu af salti, sem eflaust er hentugt
í sýkjum þessum, einkum þó blóðsóttinni, sem fleirum,
og aðstoðarvorkanir inngjafanna. Líka má gefa flestar
af jurtum þessum steyttar í dupt, í stað seyðis af þeim,
og eru þá til þess helzt valdar ræturnar eða fræ-
ið. Sjerstaklega er mælt með dupti af blóðrötinni
svo og maríuvendinum (Entíanrót), eða þau eru soðin í
mjólk og það mauk þá inngefið, einnig við blóðsótt, og
er þá stórgripum gefið eitt eða tvö lóð af duptinu í
vatni, mysu eða graut, en sauðfje helmingi minna, þetta
tvisvar til þrisvar á dag.
8. Nytsamt er, og af læknum ráðlagt, að nota
þurkuð bláber, sem stráð sje á hey skepna við sótt og
lífsýki, eða þau eru soðin í mjólk og það mauk þá inn-
gcfið, en hefur þann hæng við sig, að það er sjaldnast
svo mikið til af þeim hjá mörgum, sem til þess nægir.
Aptur er grasaseyði og límsoðið qrasamauk mjög hollt
og gott fyrir lífsýkisveikar skepnur. Sundmagalím eða
seyði af sundmögum er og eitt, er menn ráðleggja; sömu-
leiðis er almenn línsterkja (Stivelse), þynnt í vatni eða
blönduð í drykk skepnanna, ráðlögð til stöðvunar sótt-
inni, svo er og gott að láta dálítið af því í stólpípur,
og svo rauðavín, sem ágætt er að blanda í seyði eða
drykk þeirra, en sumpart er þetta eigi fyrir hendi og
sumpart alidýrt fyrir bændur yfir höfuð, en þetta síð-
asttalda hefur mæta vel reynzt t. d. við kálfa, og ættu
því þeir, sem ala upp svo dýrar skepnur, að geta neytt
þess ef á lægi, því vart fer sótt ver með aðrar skepnur
en þá. Inngjöf er: hálfpeli af rauðvini, blandað jafn-
miklu af vatni, helmingur af þessu að kvöldi og hinn
að morgni.
9. Að síðustu er þá að drepa á mjólkina. sem og
fleira af búmatartagi, er menn þrífa til að gefa sótt-