Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 146
142
Minnst pela og mest l1/^ pela, eða laka mörk livert
mál, eða þrisvar á dag, álít jeg hinui sjúku skepnu
(lömbum) liæfilega inngjöf af mjólkinni, er skal vera ný,
og aldrei sárköld.
10. Aðstoðandi lyf önnur í veiki þessari, og eiuk-
um í blóðkreppusóttinni, eru allir slímaðir drykkir, ald-
rei sárkaldir, tel jeg til þess byqg- og hafurgrjónaseyði,
sem sje, ef kostur er á mengað litlu afrauðvíui. Skepn-
an er yfir liöfuð þorstlát og vill ískalt að drekka, en það
má ekki veitast henni nema mjög lítið eitt í einu, en
lieldur optar. Hrísgrjónaseyði er og gott að smágefa með
litlu af krít skafinni niður í. — Um almenna súrblöndu
er mjer ekki, sama er um slcyr, sem jeg hefi vitað nokkra
viðhafa, og gefa inn pela í mál eða meira. Slíkar
tilraunir eru aí tómu handahófi, sem trúuðum kann að
verða eitthvað að, en hiuum trauðlega. — Hlýtt og súg-
laust þarf um fram allt að vera á skepnunum, sem
sjúkar eru, og jafnan þurrt undir þeim.
En höfuð atriðið þó við veiki þessari er raunar, þegar
allt er samantekið, þetta: Að haga svo meðferð og hirð-
ing ungfjár framan af vetri, að ekki sýkist, og fóðra
svo drengilega að vetrinum til, að eigi sje skamm-magurt
á vorin, því þá mun sýkin hvorki gjöra jafntítt sem
nú er, vart við sig, nje verða jafn hættuleg, og menn
þurfa síður að kenna „Iandinu“ um, sem nú heyrist svo
títt; þar er „illa óhollt land“, „er sótthætt“ o. s. frv.
Jeg hefi máske öllu meira haldið mjer til sauð-
fjárins heldur en stórgripanna, og þá einkum hestanna,
hvað sýki þessa snertir hjer að framau, enda er hún
öllu almennari á því heldur en þeim. Hestar fá helzt
lífsýki af snöggri kæling, svo sem reiðhestar opt, auk
þess sem að framan er tekið fram; þegar svo er, þykir
einkar gott að núa skrokk þeirra rækilega, og þekja þá