Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 150
146
regluleg heysbtt eða lungnasýki, er svo opt snýst upp í
rotnunar-, rýrnunar- eða uppdráttarsótt, svo lítil er bata
von; rifjahylkin ganga þá upp og niður í mæðihviðun-
um, nasir verða íiæstar, augun eru daufleg með ein-
kennilegum glansa, skepnan er mjög óróleg, og hefur
opt stun, stundum fá þær þá allsnörp hitaköst með köldu
liroll á milli (lungnabólgu), þær hafa hægðaleysi, hjart-
að slær óðar, hóstinn verður tíðari og svita fer að slá
út um kerðar eða bóga og háls skepnunnar; sje skepnan
mylk, þá minnkar nú mjólkin óðum, liún nærizt lítið,
fer því að megrast eða horast niður, (rýrnunar- og megr-
unarsóti). Vari þetta ásigkomulag nokkurn tíma, fer
skepnan að verða magnlítil, einkum i apturpartinum,
sem riðar, lopi kemur þá stuudum neðan á kjálkana
eða höfuðið bólgnar allt, og að síðustu fær hún venju-
lega óstöðvandi „sóttu, er dregur brátt til dauða.
Ekki endar þó veikin ávallt með þessum einkenn-
um, en í stað þess vesiast skepnan og dregst æ meir og
meir upp, fær ekki reist sig sjálf og koltuar svo útaf af
magnleysi (uppdr&ttarsýki, hor?) optast með hægum sina-
teygjum. — Þess skal hjer þó að síðustu getið, að á
sauðfjeeinkum er lungnaveikin stundum nálegameð engum
þessum einkennum Ijósum, og jafnvel hóstann vantar; hið
einasta merki er, að hún horast stöðugt niður, jafnvel
þó hún jeti sæmilega og verður rýrðarleg og latleg, og
einhver mæði eða þyngsli merkjast fyrir brjóstinu; ber
þá opt við, að slíkar kindur verða allt í einu yfirfallnar
og máttlausar, og ef þá á að reka þær eitthvað til
skjögra þær út á hliðarnar, og deyja þá opt allt í
einu.1 — Þegar slíkum lungna- og uppdráttarsjúkum
‘) Bað er þesai tegund lungnasýkinnar, scm mjer er mjög
grunsamt að sje það, sem menn kafa kallað „fjörubráðdauða“ og
talin er ein tegund bráðasóttarinuar, með þvi þessi luuguaveiki á