Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 152
148
in jafnan hættuleg og hin versta viðfangs, og almennt
til þessa tíma talin nálega ólæknandi sýki.
Orsalár: Meðal þeirra eru einna almennastar þær,
sem því miður verst er að fyrirbyggja, sem sje, hver
snögg og áköf breyting á veðri og loptslaginu, er verk-
ar skaðlega á slímhúð andardráttarfæranna, og þá eink-
um viðvarandi hráslaga kulda, rakir norðaustan stormar
um vor og haustmánuði ársins, stórrigningar á víxl við
grimmdarfrost'á vetrum. Einnig telja menn hjer tii or-
sök, viðvarandi súgvind í gripahúsum, harða reið liesta
mót hvössum vindi, og aðkœling eptir ofhitnan eða svitn-
an mikla, annaðhvort af því gripurinn er látinn standa
úti í köldu veðri, eða honum er óvarlega brynnt sár-
köldu vatni, en sú vítaverða meðferð mun nokkrum
sinnum eiga sjer stað með hesta, og þá stundum snögga
eða klippta. Ennfremur er orsök talin saggafull og sí-
rök gripahús, og einkum gjöf af rykmiklu, leirugu eða
myggluðu heyi, eða þá sterkormuðu, er varast skyldi
jafnan að gefa ungviðum; svo og' óhreint eða fúlt vatn
í mýrarpollum og stöðutjörnum, enda álitið að þeim
skepnum öllum sje hættara við veiki þessari, sem hald-
ið er lengi mjög til mýrlendis enn liinum, sem fjallbeit
fá að sækja. Einnig mega teljast til orsaka lungna- og
uppdráttarsýkinnar aðrar veikjur, svo sem kvef og hósti
og lungnabólga eða lungnabris, sem skepnan hefur geng-
ið með, og ekkert hefur verið um skeytt, eða þá illa
læknað. Innkuls, sera og þessar nefndu forveikjur lungna-
sýkinnar, teljast eða skoðast alls ekki sem sóttnæmar,
því þó það komi fyrir, að margar skepnur sýkist af
þeim í sama mund, þá kemur það ýmist til af því, að
ásigkomulag lopts og veðurs er þá svo lagað, eða hin
sama orsök verkar á þær allar; en lungnaveikin sjálf
mun þó mega sóttnæm teljast, og sú tegund hennar er