Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 153
149
til, sem er afar pestnæm og gjörir hún einatt, einkum
á nautpeningi, fjarska skaða erlendis, sem al-kunnugt er,
og getur sú hin sama maklega verið hjer, og fyrir því
skyldu menn, ef lungnasýki er komin verulega í ein-
hvern gripahóp, — en glöggt merki þess er opt, að skepn-
ur fá þurrahósta margar í einu, — taka hinar sýktu
skepnur þegar frá hinum heilbrigðu, hafa þær inni í
vel hlýju húsi, og er þó einna bezt að hafa þær í fjósi,
ef þar annars er rúmgott og lopt gott, því sá ilur mun
eiga einna bezt við. Hvort sem nú er, að sóttnæmið til
sýkingar þessarar berst í loptinu, sem ósýnilegar sótt-
kveikju-agnir eða myglur, eða er bundið við víst ásig-
komulag þess eða heimkynnisins, eða það er reglulega
bakteríukyns, sem varla er efi á að sje í þeirri veiki
á skepnum, eins og á mönnum, þá þarf allt að eins að
gjalda varhuga við og varúðar gæta, gegn öllum hinum
hjer töldu framleiðandi orsökum, þótt aðrar liggi dýpra
eða sjeu nánari i eiginlegum skilningi, sem langt mun
verða í -land til, að menn fullkomlega eða almennt fái
varizt, (ef annars nokkurn tíma). Það, sem mest er í
varið, er, að verja hið unga fje allt veikinni, vaxtarævin
er sjer í lagi hneigð fyrir hana, svo á mönnum sem
skepnum, þó hún opt fari þá líka dult, og komist skepn-
ur alveg fríar af henni á annan og þriðja vetur, er hið
mesta unnið, jafnvel þó hún komi síðar fram, sem ein-
att er. Að síðustu skal minnast á þá skoðun margra
að lungnasýkin sje arfgeng; að því leyti mun það á-
reiðanlegt vera, að sjúk skepna, svo sem af lungnasýki
getur varla af sjer aðra fullkomlega heilbrigða, eða svo,
að spíran til sýkingar samskonar finnist ekki hjá henni;
en sje skepnan læknuð, skoðast hún sem heilbrigð; ann-
ars skyldu menn gjalda varúðar við því, að hafa til
undaneldis skepnur þær, sem af þessari eða annari lang-