Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 157
163
ráða til að láta taka skepnunni blóð á liálsæð, og láta
biæða, eins og venja er til við liverja skepnutegund, eða
í frekara lagi, og má jafnvel itreka blóðtökuna, ef þessi
sömu einkenni taka sig upp aptur, og svo jafnframt
brúka uppleystan saltpjetur til inngjafa, til kælingar
og sefunar í sóttveikinni, og svo blóðhreinsunar. Iun-
gjöf af honum er hæfileg um tvö lóð á dag og allt að
þrem lóðum, í 3—4 inntökum handa stórgrip; einnig
þykir saltpjetursýran þá vel við eigandi og væri bezt að
ætiun minni, að gefa hana þannig, að maður ljeti drjúpa
nokkra dropa af henni í drykkjarvatnið, svo að aðeins
sýrukeimur merktist, (1 kvint er annars ráðlagt til
inngjafar á dag þrisvar sinnum). Sauðfje og ungviðum
er gefið af saltpjetrinum hjer um bil helmingi minna.
Nauðsynlegt er iika, ef skepnan hefur algjört hægða-
leysi, að setja lienni stölpípu nokkrum sinnum með volgu
vatni og lýsi og salti litlu í, og er þetta mjög svo að-
stoðandi lyf í lungnabólgu. Með því þau ráð og lyf,
sem menn almennt brúka við lungnabólgu á mönnum,
geta allteins komið að gagni við skepnur, ættu menn að
kynna sjer það1. Sjáist merki þess, að brjóst- eða lungna-
bólgan ætli að snúast upp í rotnunarsött, sem einkum
meíkist af mikilli deyfð og magnleysi í skepnunni, hún
iiggur mest, og froða með óþef er í munni hennar, skal
hætta við allar blóðtökur, en reynandi er þá að gefa
henni kamfóru að jöfnum liluta við saltpjeturinn; einnig
’) Hvað blóðtökuna snertir, þá álit jeg alveg ófært að tæma
úr skepnum 3 potta af blóði, jáalt að 6! eins og í einni lækninga-
bók stendur, pó liestar sjeu eða naut. í einu skal aldroi láta blæða
nema 1 pott hjer um bil, og á sauðfje allt að 1 mörk, mest, og á
öllum nngviðum tiltölulega minna. Taki einkennin sig upp aptur,
er blóðtakan á við, er betra að ítreka kana, þó aldrei optar en
þrisvar sinnum í sörau veiki.