Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 158
154
er gott að gefa henni þá volga hreina sýru að drekka
eins og hún fæst til, eða edik í vatni, og hafi hún nú
lífsýki (sótt), sem venjulega er daunill mjög, skyldi
ekki tefja með að gefa henni hreinsunar- eða Glauber-
salt, 2—3 sljettar matskeiðar, í vatni leyst, til lireins-
unar1.
3. Hin eiginlega lungnasýki. Við lienni eru mörg
ráð að vísu gefin, en þó er hjer lækning öll óvissari
en í hinum ljettari veikjum brjóstsins. Blöðtakan er
hjer og gamalt ráð og virðist allgott við nýbyrjaðri
lungnasýki, og má þá viðhafa hana þannig, sem gömul
venja hefur verið, að stinga fjaðurbreiðri og beittri skó-
nál eða þar til gjörðu verkfæri í gegnum miðsnesið á
skepnunni og blæðir henni með því allvel; blóðtakan
ljettir í veikinni þyngslunum fyrir brjóstinu. Engu að
síður er þó hið annað gamia ráð, að setja hanka, tvo
heldur en einn, framan í brjóstið við bringukollinn á
skepnunum, og láta þær ganga með hann, jafnvel svo
mánuðum skipti; og af og til draga hann til, er skepn-
an er undir hendi manns; gott þykir af og til að bera
terjwntínolíu á hankana, er eykur drátt þeirra; lykkju
skal ekki hafa á hanka sauðfjár, heldur hnúta til beggja
enda, svo þeir síður krækist á. Þá er það eitt þjóðráð
í veiki þessari, að sjóða grasalím vel og hafa það til
ítrekaðra inngjafa; einnig er sterkt seyði af hafurgrjón-
um og sömuleiðis af bygggrjónum mjög vel við eigandi
i veiki þessari; að jeg ekki tali um, ef menn eiga kost
á að gefa þessum sjúku skepnnm jafnaðarlega nýmjólk-
ursopa, eða með öðru fóðri mjöl eða mjólkurmat, því lijer
ríður mjög á fóðraninni, að hún sje sem bezt og næring-
’) Höfuðlyf Homöopthisk í lungnabólgu eru á eptir Aconit, Bryon,
og PhoBphor á víxl, og ef Jiarf Nitrum og Squilla eða Antimon,