Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 159
155
armikil, en þó ekki þung eða seigmeltileg. EDnfremur
er saltpjetur, að staðaldri látinn í drykkjarvatn þessara
skepna, lijer um hil ®/4 lóð í litla vatnsföfu, eða ef hann
er eigi fyrir hendi dálítið af salti, og yíir höfuð er gott að
blanda í það því, sem vel er upplífgandi eða kryddað,
og ilmreikur, svo sem af tjöru, er og hollur slíkum
skepnum. Eitt höfuðráð í sýki þessari er tjöruvatnið,
en það er vatn sett á hrátjöru og hrært upp, og svo
eptir nokkurn tíma síað frá, og er furða, hvað þetta ein-
falda liúsráð megnar að bæta í veiki þessari; stórgrip-
um gefur maður af því í einu háifílösku, en sauðfje
fullorðnu sem svari kaffibolla og lömbum minna dálítið.
Auðvitað verður maður að gæta allra þessara skepna
fyrir vosbúð, hrakning eða miklum kulda þá úti ganga,
en ef hægt er, og þetta er um vetur, er sjálfsagt að
halda allar slíkar sýktar skepnur á húsi, og hleypa
þeim aðeins út í blíðviðri og sólskini, sem nauðsynlegt
er af og til. — Meðal eiginlegra lyfja við þessari sýki
höfum vjer langmest traust til saltpjetursins, sem brúk-
ast á sama hátt og áður er sagt, en ekki eins ört, held-
ur lengri tíma, og svo í annan stað pott'öshunnar, eins
og hún almennt fæst (Kalicarbonic crud.) eða hinnar
hráu pottösku; og þó þetta lyf sje eiginlega úr lyfja-
forðabúri Homöopathíunnar á þessum stað, þá vil jeg
eindregið mæla með því í allri sýki þessari. Eptir því
sem þýzkar dýralækningabækur hafa kennt mjer, þá
skal handa fullorðnum grip af hinni hráu pottösku brúka
til lækningar sýkinnar l1/^—2 pd., er maður daglega
gefi af inn tvö lóð, annað að morgni og hitt að kveldi,
í hvert skipti uppleyst í mörk af vatni. Kálfum gefur
maður aðeins 1 lóð, eða sem sama er strokna matskeið
fulla, og eldri ungviðum 1%—2 lóð. Pottaskan skal
geymast í velbyrgðri krukku á hlýjum saggalausum stað.