Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 161
157
um lengri tíma, en sauðfje að eins 2 væna matspæni
í senn. Sjeu þyngslin mikil fyrir brjósti, með mæði og
liryglu, er bæði ylmreikur af soðinni heitri tjöru, sem
og tjöruvatnið, einnig hið hentasta, og má blanda tjör-
una líka í terpentinolíu og kveykja á, til reykingar í
húsum þessara skepna. Sje hægða-tregða mikil eru
stólpípur með bræddu smjöri eða lýsi með litlu af salti
nauðsynlegar, en ef á liinn bóginn, og það er venjulegra,
að lífsýki og sótt þjáir skepnuna, þá tekur maður til
hinna álitlegustu ráða, sem gefin eru við henni með til-
liti jafnframt til þessarar veiki. Sæki mikið magnleysi á
skepnuna skal gefa kvannarótarbrennivín í vatni, teskeið
í einu, eða nokkra Hoffmannsdropa af og til.
Þetta er nú hið helzta, er jeg fæ í bráð tínt til við
þessari annars voðalegu sýki, en að minnsta kosti eiu
tegund hennar er erlendis til þessa dags talin alveg
ólæknandi og gengur hún helzt í nautgripahjörðunum,
og eingöngu með aðfluttu pestnæmi, og verður að grafa
í jörðu djúpt eða gjöreyða með eldi allt það, er slíkum
skepnum hefur tilheyrt, og sóttdeyfa (decinficre) vaud-
lega ból þeirra, og allt það, er snert hefur þá, eptir hin-
um almennu reglum (með brennist. Chlor. og m. fl.).
En með því eigi er fyrir það takandi, að sótt þessi geti
og hingað fluzt (sbr. húða- eða skinnpestina á síðustu
tíð), þá þurfa menn að vera við því jafnan búnir, og
fyrir því vil jeg hjer að síðustu taka það enn upp, að
allt, sem hjer til varnar og fyrirbyggingar er, það er
höfuðatriði; sem sjerstakt einfalt varnarlyf við lungna-
pest þessari hefi jeg fundið ráðlagt af merkum dýra-
lækni, að gefa hverjum grip tvisvar á viku hnefafylli
af hreiuni trjáöslm í drykkjarvatninu, er sýkinnar verð-
ur fyrst vart, og ættu menn, ef til kæmi, ekki að setja
sig úr færi að reyna það.