Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 162
158
Erlendis er allvíða þegar fyrir löngu farið að við-
liafa bölusetningu, til varnar við liinni umgangandi eða
pestnæmu lungnasýki, og hefur sú aðferð hinn sama ár-
angur, sem hin almenna bólusetning gegn bólusótt, að
sumpart sýkjast hinir bólusettu gripir alls ekki, eða
sýkin verður miklu vægari í þeim, eða varir skemur, og
er yfir höfuð ekki drepandi. En þrátt fyrir það þykja
nú ýmsir óþæginda annmarkar við slíka bólusetning,
bölusetningarveiki er opt ill viðfangs og jafnvel drepandi
og fl. Hvað það snertir, að innleiða slíka bólusetning
hjá oss, fæ jeg ekkert ákveðið um sagt; meðfram sök-
um hins afleita skýrsluleysis er allt enn óljóst um út-
breiðslu lungnasýkinnar hjer, og einkum þó hverrar teg-
undar hún er, livort samskyns og hin erlcnda eiudregið
pestnæma sýki (lungenseuche) í nautgripum, er ýmist er
sem landfarsótt eða þá stað- eða hjeraðsleg (endemisk), svo
sem víða einkum um mið- og austur-Evrópu, eða það
er heldur lungnasótt (lungensucht), sem af meinum og
brisum stafar í þessu líffæri,1 sem einkum mjólkurkýr
*) Það er annars varla nokkrum efa bundið, að hjá oss hjer er
það aðeins þessi síðar nefnda sýki, lungnasóttin, sem mest gjörir
vart við sig, að minnsta kosti hjá sauðfje, en ekki hin fyrnefnda,
hin voðalega (Mið-Evrópu) farsýkiu, nema ef angi af henni stingur
sjer niður á kúm kelzt hjer, sem vel vera má — og er sú bót i
máli, hvað lungnasóttina snertir, að af henni Jiarf ekki að óttast
pestnæmi (afsýking); hún er eiginlega ígerðarsýki í lungunum, og
gefst mönnum opt hjer færi á að sjá meðferð honnar á Jieim, er
menn slátra sollnum gripum, gamalkúm og ám, bæði brisa-klasann
og graptrarvilsuna í lungunum, svo þau eru ekki eiim sinni orðin
hundamatur. — Svo cr og ein tegund þessarar veiki, þar sem
mestmegnis er vatns samsafn í lungunum og hjartpungnum líka og
eru lungun þá ýmist lin og slittuleg, eða herzli cr í nokkrum hluta
þeirra, stöku sinnum líka afarstór, og cr þetta venjulega nefnt
brjóstvatns8ýlci, er venjulegast ýmist gengur þannig, að hún stingur
sjer hjer og þar niöur (sporadisk), eða hún er landlæg, þannig að