Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 165
161
ast taka glöggt eptir, og brátt líður frá, með megnurn
hitaköstum á eptir, og hættir kýrin jafnframt að eta og
jórtra, og er þegar mjög óróleg, leggst svo optast nær
strax og stynur þungan. Þá er hún nú reynir að standa
upp, merkist að hún er lin í apturpartinum, hún hefur
]íka auðsjáanlega verki og myndar sig til eins og hún ætli
að kasta af sjer þvagi sínu, eða fær hríðar líkt og við
burð, henni er og viðkvæm malabeinin, og merkist opt
á þeim bæði hiti og þroti; en stundum stendur kýrin
með kryppu upp úr baki og terrir frá sjer halann,
venjulegast stýflu-merki. Júfrið er heitt og hart og
tekur bráðum fyrir mjólk úr því; hægðir eru litlar eða
engar til baks, optari heitir harðir kögglar með blóð-
drefjum á; hitasóttarhríðar verða nú tíðar, og er hjer
án efa þá bólga fyrir í kálfsleginu, og mætti því þessi
tegund sýkinnar rjettilega nefnast bráð legbblga.
Hin tegundin, er heita mætti hinn eiginlegi doði,
hinn „kaldi“ doði, byrjar raunar fyrst eins og hinn, og
er hinn 3.—5. dagur frá burði hinn venjulegi sýkingar-
dagur hans, — en eptir hin fyrstu hitasóttarköst, eða
jafnvel jafnframt þeim, merkir maður, að bæði granir og
eyru, sem og horn-rætur, og stundum fætur skepnunnar
líka, er kalt áþreifingar, augun eru sljó, æðin og hjart-
að slær fremur lint og dauft og doði og deyfð er yfir
skepnunni. Meltingarfærin virðast alveg hætta að starfa,
og kýrin „dregur ekki hár í sig“ og vill lítið eða ekk-
ert drekka. Mykja sú, sem frá kúnni gengur, er annað-
hvort þurr, svört mjög og með blóðdrefjuðu slími, eða
hún er lífsýkis- eða sóttarkennd; það tekur fyrir mjólk
hennar, ber strax á megnu máttleysi í henni, og er hún
nú leggst, stendur hún opt ekki aptur á fæturna; auk
þess stynur hún mjög eða drynur, og er opt líkast því,
sem hún sofi og hrjóti. — Ávallt er í veiki þessari, hver
Bftnaðarrit VII. 11