Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 166
162
tegundin sem það er, magnleysið og drunginn yfir skepn-
unni einkennilegast; virðist magnleysið byrja í aptur-
partinum með tilfinningarleysi, sem svo færist jafnt yfir
allan skrokkinn, og er allt þetta opt með miklum hraða:
skepnan stynur sífellt, gnistir tönnum, þembist meir og
minna upp, fær sinateygjur og önnur taugaveiklunar-
einkenni, stundum æðishviður, lemur um sig með fótun-
um, en liggur svo hræringar- og magnlaus á milli, sem
sofandi væri, og — ferst.
Umdæming um þennan sjúkleika gengur þráfaldlega
í hina verstu átt; feitar kýr og holdlægnar fara helzt,
en þó er ungum kúm ekkert hættara við veikinni en
gömlum. Hinn „kaldi“ doðinn er hættulegri allajafnan
en hinn „heiti“, og fái menn eigi bráðlega bætt magn-
leysið og liggi kýrin stöðugt, er sjaldan nokkurs bata
von.
Orsakir. Þ>ær eru til hins svonefnda „heita“ doða
eða bráðu legbólgu einkum þessar: Innkuls eða aðkæl-
ing snögg og kuldi og vosbúð bæði fyrir og þó einkum
við eða eptir burð; erfiður burður, „kýrin hefur átt hart í“,
og einnig líka, eptir því sem sumir hafa tekið eptir, mjög
skjótur eða snöggur burður, „kálfurinn dettur úr henni“;
sömuleiðis hnjask eða meiðsli, sem átt hefur sjer stað við
óhöndulega og ógætilega hjálp við burðinn, eða óvarleg
og hroðfengileg aðferð við „að ná“ eptirburðinum (hild-
unum), er sumir tíðka, og þyrfti opinberlega að kenna
almenningi hina rjettu aðferð við það. Einnig má til
orsaka telja ýmsa galla á fbðrun kúnna og meðferð fyrir
og um burð, svo sem of-íborið og mjög þungmelt fóður
til lengdar gefið, líka myglað og skemmt fóður eða ólg-
andi og uppþembandi, svo maginn er veiklaður orðinu
og meltingin í ólagi; viðvarandi harðlífi eða hægðatregða
kýrinnar fyrir burð, sem ekki hefur verið skeytt um