Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 167
163
eða lagfært. Einnig kuldi mikill eða þá ofhiti á kúnni
um það leyti hún ber, eða hún hefur verið ofseint tekin
inn, og þá máske þröngt, dimmt og loptillt fjós, sem
kálffullum kúm er næsta óhoilt allt, sem og mjög harð-
ur og hnútóttur bás eða máske nýþakinn liálffrostnu eða
votu torfi, með öðru fleiru, er felst í slæmri aðbúð og
meðferð. Annars játum vjer, að þessar töldu orsakir hjer
þurfa alls ekki til að koma, doðasóttin kemur líka, þó
ekkert bresti á góða meðferð og aðbúð, og virðist þá
sem eitthvert innra ásigkomulag skepnunnar sje hin
eiginlega rót til sýkinnar, og er það án efa títt í þess-
ari veiki, þó mönnum sje all-óljóst um það enn, því vjer
mennirnir komumst einatt ekki nema að hinum fram-
leiðandi og tilfallandi orsökum, hinar innri og dýpri eru
liuldar. En að fyrirbyggja þær, sem kunnar eru, er
næsta þýðingarmikið fyrir það.
Meðferð og lœkning: Fyrst og fremst sú, að fjar-
lægja allar þær orsakir, sem kunnar eru, að geti eða
megi koma sjúkleikanum á stað, og mönnum sjálfrátt er.
En þar til heyrir, að láta kýr ekki ganga hirðingar-
lausar í öllum haustkuldum og liretum, sem upp á falla,
einkum ef snemmbærar eru, láta breytinguna frá úti-
gangi til innigjafa vera lempna, og einkum að troðgefa
kúnum eigi þegar í stað, enda hafa gát á hinni svo-
nefndu „tilgjöff* til burðar, sem menn eðlilega spara þá
ekki sízt við- bezta gripinn, uppáhaldskúna, „svo hún
búist nú vel til“, en eptirtektavert er, að þeim er einna
hættast við sýkinni; ef menn því ekki vilja alveg leggja
þá reglu niður, er um að gera að gefa hið auðmeltasta
fóður, sem völ er á, og við og við selta það, ef áður
er ekki gjört, svo sem frá sumrinu, eða þá salt vatn
lítið eitt í drykknum; hið holdgjafaríka (Qvælstofrig)
fóðrið er því um þetta leyti óhollara, og eins fyrst eptir
11*