Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 170
166
gjöri sinn hvoru megin, um hálftíma í einu. Haldist hita-
köst og hrollur á víxl, og sje það meir hinn „kaldi“ doð-
inn, þá ítrekist nokkrum sinnum að gefa henni kamfóru-
hrennivín, 2 matspæni í einu. Virðist þar á móti, að
það sje eindregið hinn „heiti“ doðinn, þá er þegar bezt
að gefa henni glaubersalt með saltpjetri í, og er skammt-
ur af því 4 lóð af gl.salti og 1 lóð saltpjeturs sambland-
að, og gefið inn á % tíma fresti, en aðrir hafa inngjöf-
ina mikið stærri, eða 12—16 lóð salt og 1—2 lóð saltpj.,
en gefa það mikið strjálla inn, og er þetta gefið inn í
vatni eða seyði af töðu, og einkar-gott er að gefa þetta
inn líka í hvannarótarseyði, ef hægt er. Þetta eru hin-
ar álitlegustu lyfja-tilraunir við doðanum. Enn fremur
er ráðlagt, og það einkum við hinum „kalda“ doða,
15—20 dropar af ,króton‘-olíu, inngefið í heyseyði eða
mjólk, þrem pelum, og jafnframt stólpípa á % tíma
fresti, svo og líka núa rækilega ,terpentín‘-oliu á malirnar
og hrygginn á kúnni. Sofi skepuan mikið, eða sýnist
ringluð alveg, er ráðlegt að leggja sterkan brunaplást-
ur bak við eyru hennar beggja megin, sem dregur frá
höfðinu, og ofan í hann tjöru-tólgarplástur, er við skal
liggja. — Ymislegt er nú fleira reynt til lækningar doða-
veikinnar, og er rjettast að skýra frá sem flestu í þá
átt, svo að um sem flest sje að velja, sem einkum kem-
ur sjer vel fyrir bændur til sveita, er opt hafa ekki
hið ejerstaklega ráðlagða fyrir hendi, en við fleira má
bjargast. Menn setji það á sig, að höfuðlyfin í þessari
veiki eru hin hreinsandi og Uóðkœlandi og svo hin örv-
andi lyf og upplífgandi, og er glaubersaltið og saltpjet-
urinn þar sjálfsögð hin fyrri, en einkum kaffi og vín-
andi, kamfóra, krótonolia og brunaplástur, sem hin síð-
ari. Kaffið skal vera óblandað, svart og sterkt, og hef-
ur stundum gefið beztu raun, 1 bolli í einu 3—4 sinn-