Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 171
167
um á dag; brennivínið og hin önnur eru þegar nefnd;
væri eigi kamfóru-br.vín, þá mætti brúka sterkt hvanna-
rótar-br.vín, um x/9 pela í einu, fyrst hverja og síðan
aðra hverja stund. Einnig eru svitadrífandi lyf hjer
vel viðeigandi, svo sem „liylle-te11 o. fl., og getum vjer
brúkað „möðru“- eða blöðbergs-te í stað hinna útlendu,
en með því veiki þessi er svo bráð, er nauðsynlegt að
blanda í þau kamfórudropum eða litlu af brennivíni til
að flýta fyrir og örva verkun þeirra. Við uppþembunni
sem kemur, einkum ef kýrnar liggja stöðugt flatar, mætti
reyna steinólíu til inngjafa, ef hún eigi verst við notk-
un stólpípanna, svo og leggja ís eða klaka við kvið
skepnunnar, og láta liana gleypa fáeina ísmola, sem líka
er gott við hitanum innvortis. — Að síðustu vil jeg þá
setja hjer eina aðferð við lækning eða heldur fyrirbygg-
ingar á doðanum, er jeg hef skrifað upp eptir einhverj-
um, þó það að mestu sje tekið fram hjer áður: „Nokkra
daga fyrir burðinn skal draga gjöf við kúna, einkum ef
feitlæg er, og þessa sömu daga á að mjólka hana opt.
Sje manni grunsamt, að kýrin kunni að fá veiki þessa
eptir burð sinn, þá skal reyna að taka henni blóð 3 dög-
um fyrir burðinn, og láta blæða 2—3 potta(!). Einnig
er mjög vel til fallið að gefa henni dálítið af sýru í
drykkjarvatni nokkra daga fyrir burðinn".— Á þennan
og því um líkan hátt mun mjög opt mega fyrirbyggja
veiki þessa; að eins í þessari fyrirsögn sleppt lireinsun-
inni, sem jeg verð þó að leggja eigi minnsta áherzlu á,
og læknar ráða svo almennt til. Annars er meðferðin fyrir,
um og eptir burðinn það, sem mjög miklu skiptir í þessu
efni, og eptirtekt nákvæm á líkamsháttheldi og heilsu-
fari kýrinnar, og ef eitthvað út af ber, þá að ráða á
því bót og lagfæra í tíma, og til þess þá að útbúa sig
með lyfjaefnum þeim, er þar til heyra og hjer eru nefnd.