Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 174
170
„Eptirmælum 18. aldar“, að þær hafi á einstöku stað
innleiðzt fyrir aldamótin.
Hjer á Norðurlandi voru vatnsmylnur þó mjög óvíða
fyr en eptir 1840, og liefur þeim síðan óðum fjölgað. —
Hvað viðkemur smíði á þeim, hefir það verið mjög mis-
munandi, og er mismunur sá einkum fólginn i þessum
fjórum atriðum:
1. Halla vatnsrennunnar.
2. Lengd á henni.
3. Tölu spjaldanna í möndlinum.
4. Lengdin á spjöldunum.
Þessi fjögur höfuðatriði þurfa allir vatnsmylnu-smið-
ir að þekkja til hlýtar, því undir þeim er kominn snún-
ingshraði mylnunnar, og þar af leiðandi, hvort hún get-
ur malað mikið eða lítið. — Jeg vil því lítið eitt víkja
á þessi atriði, hvert fyrir sig, óvönum til leiðbeiningar.
1. Halli vatiisrennunnar.
Þar, sem jeg þekki til, er hallinn á rennunni optast
l1/^—2 fet á 6 álnum. En þessi halli er allt of Iítill,
og þar, sem því verður viðkomið, sem víða er hægt,
ætti hann að vera að minnsta kosti 3—4 fet, því þar
við margfaldast kraptur vatnsins. Jeg skal sýna þetta
með litlu dæmi: Þegar lækur með 1 fets halla á 6
álnum, flytur eitt teningsfet af vatni á sekundunni, er
vegur um 62 pd., þá þarf sextíu og tveggja punda afl
til að lypta teningsfetinu um 1 fet. Þar á móti þarf
hundrað tuttugu og fjögra punda aíl til að lypta því 2
fet. Það er því auðsætt, að helmings vinnukraptur hefði
verið sparaður með þvi, að láta rennuna hallast um 2
fet. En hefði nú hallinn verið hafður 4 fet mundi læk-
urinn liafa unnið fjórfalt gagn, því þá hefði teningsfetið
haft 248 punda afl, í staðinn fyrir sextíu og tveggja.