Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 175
171
2. Lengd Tatnsrennunnar.
Eins og að framan er sýnt, hefir það alls enga þýð-
ingu, að rennustokkurinn sje langur en hallalítill; 12
álna langur stokkur, sem haliast 2 fet, er engu betri
en 6 álna stokkur með jöfnum halla. En auðvitað er
langi stokkurinn betri, ef hallinn er hlutfallslega eins
mikill og á styttri stokknum. — Rennustokkurinn mun
vanalega vera 6 álna langur, 8—9 þuml. breiður i efri
endann og 5 þuml. í hinn, og 7 þuml. djúpur. Þegar
þessi renna er full í báða enda, þykjast menn liafa nægi-
legt vatn, sem er að Bumu leyti rjett. En sje nú breytt
til þannig, að rennan sje látin hallast um 4 fet í stað
tveggja, og sama vatn brúkað, þá kemur það í ljós, að
rennan er full í efri endann sem áður, en ekki nema
hálf í þann neðri. Er þá gott ráð, sje vatn fyrir hendi,
að vikka rennuna i efri endann og gjörahana 15 þuml.;
lætur þá nærri, að hún sje full í neðri endann. Hjer af
sjezt glöggt, að helmingi meira vatni er nú veitt á myln-
una, með helmingi meira afli, sem gefur fjórfaldan vinnu-
krapt.
Æskilegt er, sje nægilegt vatn, að hafa mylnuna
framan í snarbröttu melhorni, veita læknum gegnum
melhornið, ef ekki væri hentugur staður í gilinu sjálfu,
og láta rennuna hallast um 3 álnir á 6 álna lengd, og
bununni veitir ekki af einu álnar falli ofan á gólfið.
Hafa rennuna 18. þuml. víða í efri endann og 3—5 þuml.
í hinn neðri; 12 þuml. á dýpt í efri endann og 7 í neðri,
eða hlutfallslega við þetta.
3. Tala spjaldanna.
Um tölu spjaldanna eru nokkuð skiptar skoðanir,
vilja nokkrir hafa þau mörg, en aðrir fá. Jeg hefi sjeð
þau flest 18, en fæst 8. Sjeu nú spjöldin allt að alin á