Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 176
172
lengd, er spjaldahringurinn rúœar 6 álnir ummáls og
liðugar 2 álnir í þvermál; þá er þessi stóri spjaldahring-
ur svo seinn í snúningnum, að hann kemst varla nema
fáa snúninga á mínútunni, af því að hringferðin er svo
löng. Auk þess fá þessi mörgu og löngu spjöld, sem
öll þurfa að vaða í gegnum bununa, töluverða bakskelli,
sjer í lagi hallist vatnsrennan lítið. Jeg álít því, að
spjöldin eigi ekki að vera fleiri en 6—7, því fjöldinn
virðist meir til fyrirstöðu en nota.
4. Lengd spjaldanna.
Tólf til fimmtán þuml. löng spjöld hafa nægilegt afl
til að snúa kvörn, ef vatnshallinn er nægur. Þessi
spjaldahringur er rúmar 3 álnir ummáls, en þvermálið
liðug alin, og þessvegna er hann svo fljótur að fara
snúninginn. Sú mylna getur því vel farið 60 snúninga
á mínútunni með sama vatnsmagni og hin, sem fer ekki
nema um tuttugu, og malar því þrefalt meira. Snún-
ingshraðinn kemur af því, að spjöldin eru bæði færri
og styttri. Leiðin, sem lækurinn þarf nú að hlaupa, til
að ná snúningnum, er helmingi styttri, og baksletturnar
litlar sem engar. Svo þegar mylnan er farin að snú-
ast um 40—50 snúninga, er sveifluaflið orðið svo mikið
að hraðinn getur aukist, allt að því um helming. Jeg
þekki mylnur, sem fara 80—90 snúninga á mínútunni
og mala 100 pund á dag, með steinum, sem eru 20
þuml. í þvermál. En aptur eru aðrar, sem ekki mala
nema 10 pund á dag með sama vatnsmagni og sama
útbúnaði, að öðru en því, að vatnshallinn er minni og
spjöldin stærri og fleiri.
Þó jeg liafl tekið til umtals eitt teningsfet af vatni
á sekundu, þarf saint töluvert stærri læk til að mala