Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 177
173
korn með krapti. Lækur, sem flytti 4—6 teningsfet á
sekundu, væri góður.
Steinarnir: Sje efri steinninn 20 þuml. í þvermál
og 5—6 þuml. þykkur, vegur liann nálægt 100 pd., og
ætti að geta malað um 100 pund á dag; en væri nú
annar lagður ofan á liann jafn stór mundi mylnan mala
um 150 pund, ef nægilegt vatn væri; eins mætti nota
til þess 100 punda járnhjól úr skipi, eða steypa se-
menti ofan á. Aptur er steinn, sem er um 28 þuml. í
þvermál og 6 þuml. þykkur, góðum helmingi betri en
hinn og malar yfir 200 pund á dag.
Mylnusteinar útlendra eru nú orðnir yfir 2 áin. í
þvermál og 12 þuml. þykkir, og vega þúsundir punda.
Þeir eru dýrir og þurfa ótrúlega sterkan umbúnað, enda
mala þeir mikið.
Mylnuhúsið: Bezt er að hafa mylnuhúsið lítið og
úr timbri. Gott að það standi á álnar háum fótum.
Það er, að hafa fjögra álna stoðir, en þriggja álna háa
veggi. Það mun mega komast af með það hús, sem er
3 álnir á lengd og 2 álnir á breidd.
Að síðustu vil jeg geta þess, að þar, sem lítið vatn
er, „mala mylnur“, með stuttum og fáum spjöldum, ekki
jafn stöðugt og þær, sem hafa löng spjöld og mörg.
En þegar leysingar eru og stórrigningar, mala þær apt-
ur tvöfalt meira. Að þessu yfirveguðu vona jeg menn
hætti að kosta upp á 12—18 álna langa rennnustokka
og eyða með því hallanum til ónýtis og stórskaða. Þó
menn hefðu gríðarstóran læk, sem flytti t. d. 8—12 ten-
ingsfet á sekundunni og kæmi honum öllum í rennu-
stokkinn, með því stokkurinn væri þrefalt víðari í neðri
endann en vanalegt er, en hallaðist lítið, er allt ónýtt.
Mylnan fer einungis nokkra snúninga á mínútunni.