Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 181
177
gengur svo koll af kolli að börnin sjá menn, sem
almennt eru álitnir vænir meun, meðhöndla skepnur
illa, og það kemst ósjálfrátt inn í hugsunarhátt
barnsins, að skepnan sje rjettlaus, tilfiuningarlítil
og hafi enga skynjan. Það er heldur ekki við öðru
að búast, þegar börn eru opt látin vera við, þegar skepn-
ur eru aflífaðar, seni opt fer fram með kátínu og kald-
ranaskap, og þar að auki er drápsaðferðin hjá flestum
hroðaleg og vond. Á þessu læra börnin þegar að meta
líf skepnunnar, þessa dýrustu gjöf, einkis. Það er því
ekkert eðlilegra, en öll önnur góð tilfinning gagnvart
skepnunum liverfi algjörlega.
Það getur aldrei skoðast annað en svaðaleg nauð-
syn, að þurfa að aflífa skepnurnar, og það eina sem er
sorglegt við kvikíjárræktina. Þess konar ætti því ekki
að skoðast sem gamanleikur fyrir börn að horfa á.
En fyrst það verður að drepa skepnurnar, þá er
það siðferðisleg skylda allra að reyna að gjöra það á
sem kvalaminnstan hátt. Skurðar-aðferðin gamla er
hroðaleg, en fyrir vanann finna margir ekkert til þess.
Athugaleysið er svo rótgróið hjá sumum, að þeir telja
þá einu rjettu skurðaraðferð óhæfa, að beinskera skepn-
una og um leið brjóta aptur úr hálsliðnum og stinga
sundur mænuna, heldur telja þeir þá laglega skorið, þegar
skepnan er vel hálfskorin, og svo situr skurðarmaður-
inn í makindum ofan á henni meðan lífið blæðir úr
henni. Allir, sem hugsa um þetta, hljóta að sjá, hve
langvinnur og kvalafullur dauði þetta er; því að það
eru ekki nema sumar skepnur, sem líður yfir, þegar
hálsæðarnar eru skornar í sundur. Og þó eru margir
kátir við þetta starf og hlægja dátt, og segja, að mör-
lega blæði, þegar snörlar í skepnunni, af því að hún
dregur andann með sundurskornum barkanum i blóðugri
Búnaðarrit. VII. 12