Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 187
183
um úr danska ríkinu til Spánar, en sú tollhækkun ienti
því nær eingöngu á oss íslendingum, þótt vjer nytum
einkis góðs af tolli þeim, er Danir leggja á spánskar
vörur. Bæði vegna þessarar tollhækkunar og illrar verk-
unar á íslenzkum fiski undanfarandi ár, varð saltfiskur
í afarlágu verði: saltfiskur nr. 1 (Spánarfiskur) 36 kr.
almennt, en smáfiskur varð í hærra verði, 40 kr. skppd.,
enda gengur liann ekki til Spánar, og ýsa varð 32 kr.
skppd.
Undir lok ársins komst á samningur milli stjórnar-
innar í Danmörku og stjórnarinnar á Spáni um, að fisk-
tollurinn yrði sem fyr, 27 kr. á skppd. hverju, svo að
hæði vegna þess og hins, að árið 1892 vönduðu menn
venju fremur verkun á fiski, er nú útlit fyrir að hann
verði í viðunandi verði 1893.
Það, sem þó var einna verst við verzlunina 1892,
var, að alveg tók fyrir fjárkaup Englendinga hjer á landi;
um haustið kom enginn Englendlngur að kaupa fje,
vegna þess, að verð á fje var afarlágt á Englandi. Samt
sem áður voru flutt um 40,000 fjár hjeðan af landi til
Englands um haustið. Pöntunarfjelögin og ýmsir fleiri
sendu þetta fje og Zöllner kaupmaður í Newcastle seldi
það á Euglandi fyrir mjög lágt verð, um 10 kr. tvævetra
sauði og veturgamalt fje að því skapi lægra. Pöntun-
arfjelögin sendu fjeð, til að borga með útlendar vörur,
er þau höfðu fengið að sumrinu, en vegna þessa lága
verðs lentu þau, sum að minusta kosti, í allmiklum
skuldum. Af þessu lága fjárverði leiddi enn fremur, að
engir peningar komu inn í landið fyrir fje, er aptur
leiddi til ómunalegra peningavandræða um land allt.
Fjártaka í kaupstöðum varð með meira móti, en
verðið lágt, eins og nærri má geta; kjöt víðast 11—15