Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 190
186
munu þó hafa orðið minni vegna vorharðindanna en ella
hefði orðið. Á þingi 1891 var allmikið aukinn styrkur
úr landssjóði til búnaðarfjelaga, sem þeim skyldi úthluta
eptir dagsverkatölu, er þau hefðu unnið að jarðabótum;
setti þingið reglur um, hverjar jarðabætur skyldu tekn-
ar til greina við styrkveitinguna og hvernig skyldi
leggja þær í dagsverk. Tala búnaðarfjelaganna, sem
styrks nutu úr landssjóði 1892, og dagsverkatala, sem
þau höfðu unnið 1891, sjest af þessu yfirliti:
í Suðuramtinu . . . Tala fje- laganna. Dagsverka- tala.
. . 23 — 14,442
í Vesturamtinu . . . . 23 — 6,227
í Norðuramtinu . . . . 25 — 8,066
í Austuramtinu . . . . 2 — 590
Samtals 73 29,325
Má þetta ekki mikið heita, en auðvitað hafa nokkr-
ar jarðabætur verið unnar utan búnaðarfjelaganna, auk
þess sem nokkur búnaðarfjelög hafa ef til vill ekki upp-
fyllt skilyrðin fyrir styrkveitingunni, og eru því ekki
talin hjer.
Næsta ár verður hægt að gefa líkt yfirlit þessu
yfir dagsverkatölu búnaðarfjelaganna 1892.
Búnaðarskólarnir. Amtsráðið í Austuramtinu á-
kvað á fundi sínum 4.—6. júií, að Norður-Þingeyjarsýsla
skyldi vera í sambandi við Múlasýslurnar um Eiðaskóla,
og skal tiitölulegur hluti hennar í Búnaðarskólasjóðnum
og árlegt búnaðarskólagjald hennar renna til skólans.
Er þannig hvert amt fyrir sig nú orðið um sinn búnað-
arskóla.
Af Eiðaskólanum útskrifuðust vorið 1892 4 nem-
endur, af Hólaskóla 7, af Ólafsdalsskóla 4, af Hvann-
eyrarskóla 4.