Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 8
4
BÚNAÐARRIT.
gjöið þessari. Svipað verður uppi á teningnum, þegar
kýrnar í einstökum héruðum eða landshlutum eru bornar
saman. Hvergi sjást föst ákveðin einkenni, er hægt sé
að byggja á ákveðna skiftingu í sérstæð kyn, eigi sú
skifting ekki að vera handahófsverk. Að vísu er dökki
liturinn t. d. útbreiddastur í einu bygðarlagi, sá rauði í
öðru o. s. frv., en aJlir aðallitirnir eru þó meira og
minna útbreiddir í hverju bygðarlagi landsins, þar sem
eg hefl ferðast um. Hið sama er að segja um stærðina.
Hún er ærið misjöfn, lifandi þungi á fullorðnum kúm
600—900 pd., en þótt kýr séu yfirleitt nokkuð stærri í
einu bygðarlagi en öðru, ber þó víðast mikið meira
á stærðarmismuninum innan hinna einstöku bygðarlaga,
en á þeim mismun, er kann að vera millum einstakra
héraða. Þá er skapnaðarlagið eigi síður mismunandi.
Hér og hvar um land alt sjást fallega skapaðar kýr, ým-
ist með glöggu mjólkurútliti og ótvíræðum mjólkurein-
kennum, eða eiginlegleikum holdakynsins meira eða
minna augljósum, þótt það sé sjaldgæfara. En hitt er
heldur eigi sjaldgæft, að sjá illa skapaðar kýr: stórbein-
óttar, þunnbijósta, flatrifja, með uppstandandi halarót,
hangandi mölum, skökkum fótum o. s. frv., og eru þær
eigi síður en betur sköpuðu kýrnar misjafnlega lagnar
til mjólkur eða holda, en þó venjulega mun lakari,
enda st.afa skapnaðarlýtin oftast af vondu uppeldi eða
kyrkingu í kyninu.
Þegar athugað er, hvað landið er stórt og skæklótt
og bygðin marg sundurskorin af stórum ám, háum fjall-
görðum, stórum flóum og fjörðum o. s. frv., var full á-
stæða til að vonast eftir, að fleiri eða færri sérstæð
nautgripakyn væru hér á landi, einkum þegar tekið er
tillit til þess, að landslag, gróður og veðurlag er ailmis-
munandi í ýmsum bygðarlögum landsins. — I Norvegi
t. d. eru talin að minsta kosti 10 innlend nautgripakyn.
Aðalorsökin til þess að ekki hafa myndast sérstæð
kúakyn hór á landi, er að líkindum sú, að flutningur