Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 312
308
BÚNAÐARRIT.
bakka í Hróarstungu; það er kjarkmikiö, hraust, fagurt og
vænna en gerist þar í grendinni. Beztu kindur hans
tilheyra hinu gula afbrigði, og hann á að tiltölu flestar
kindur, sem eru bezt kjörnar tii að setja í kynbót.adeild,
leggjast til grundvallar fyrir ræktun. Sigurbjörn hefir
þá venju, að láta ekki ær fá fóstur fyrr en á þriðja ald-
ursvetri, og með þessu móti fæst meiri þroski og dugur
í féð, enda tjáir ekki annað á Lit.labakka; þar eru hey
i sjálfu sér slæm, en útbeitarskilyrði góð. Menn kunna
að halda að þetta fé skari fram úr vegna þessa, að
ærnar fá seinna fóstur en yfirleitt gerist, en sú er ekki
ein orsökin í rauninni, heldur hefir maðurinn einnig
smekk fyrir gott kynbragð og fagurt sköpulag sauðfjár.
Lítt fróður var S. B. um þyngd fjárins; til frálags hefir
hann mest gamla sauði. Ekki gat hann gefið yfirlit yfir
það, hversu vel féð svaraði tilkostnaði, en eftir ytri ein-
kennum fjárins að dæma, býst eg við að það sé i bezta
lagi eftir ástæðum. Hann kvað það vera vel hraust,
enda trúi eg því. Fé séra Einars Jónssonar í Kirkjubæ
er margt vel vaxið, svipfagurt, litfagurt og hraustlegt.
eldri ær vigta þar um 90 pd., dilkar í haust um 62 pd.
Við sumt af Kirkjubæjarfénu er nokkuð að athuga, og
skal seinna á það minst.
Yfirleitt þar sem nokkuð kvað að fénu þar eystra,
þá var það hið gulleita og snögghærða (íandliti),
sem skar sig úr og var bezt, svo sem: á Rangá hjá
Birni Hallssyni, Geitagerði hjá Guttormi alþm., Egils-
stöðum hjá Jóni Bergssyni, Hallgeirsstöðum hjá Magnúsi,
Hrafnabjörgum hjá t. d. Eiríki Jónssyni o. v., á tveimur
síðast nefndum býlum er margt af fénu vænt, fagurt og
tilvalið íslenzkt beitarfé. A Eiðaskólabúinu var hrútur,
jafnvel sá eigulegasti er eg sá á Héraði, lítið út á hann
að setja annað, en að hálsinn var ekki nógu mikið reistur.
í undirbúningi hefir það verið, að stofna fjárræktar-
bú hjá Jóni Stefánssyni á Hreiðarsstöðum i Fellum. En
okkur Jóni kom saman um, að réttara væri að stofna kyn-