Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 63
BÚNAÐARRIT.
5Í)
I>egar fram líða stundir. í öðru lagi hefir hún sýnt það,
að íslenzkt smjör ætti að komast í liærra verð, en það
hefir enn komist. Eðlilegasta og skynsamlegasta leiðin
til þess sýnist mér vera sú, að láta ekki umboðssala
selja smjörið, heldur væri settur maður á Englandi, til
þess að gæta hagsmuna Islands, og skyldi hann ekki
hafa öðrum störfum að gegna, en að sjá um, að koma
íslenzkum vörum, smjöri, kjöti, ull o. s. frv., í svo hátt
verð, sem hægt væri, og vera þá annaðhvort milligöngu-
maður í þeim viðskiftum, eða koma útlendum smjör-
sölum, kjötsölum o. s. frv. í beint samband við þá, er
búa til vöruna. Eg get ekki stilt mig um, að koma
hér með dálitla athugasemd viðvíkjandi mönnunum. sem
selja smjörið umboðssölu, þó að það eigi ekki sem bezt
heima i þessari grein. Neðst á reikningum þeirra stend-
ur altaf, að þeir ábyrgist, að smjórið hafi ekki verið
selt fyrir lægra verð, en það og það. Þetta er nú gott
og blessað, og þarf þess, vegna landssjóðsins og útflutn-
ingsverðlaunanna,' því þau fara eftir söluverði, bornu
saman við danskt smjör. En þeir ábyrgjast þar á mót.i
ekki, að smjörið hafi ekki verið selt fyrir hærra verð
en það, sem í reikningnum stendur. Mér sýnist ekki
síður vera þörf á þeirri ábyrgð, gagnvart smjörbúunum.
Og hverjum umboðsmanni ætti að vera það sjálfum fyrir
beztu, að gefa slíka yfirlýsingu, svo framarlega sem
hann vill verzla ráðvandlega. Hvernig sem á er litið,
ættu umboðsmenn að gera þetta sjálfra sín vegna. Eg
ætla að nefna dæmi: Umboðssali fær t. d. 100 smjör-
kúta 15. sept. Úm það leyti eru líkúr til, að smjör
hækki í verði vikulega. Yæri nú ekki hægt að hugsa
sér, að umboðssali gæfi út reikning með ákveðnu verði,
dagsettan þann dag, en ætti svo smjörið sjálfur óselt í
2 eða 3 daga eða jafnvel viku (smjörverðið er, eins og
kunnugt er, ákveðið einu sinni í viku, og ef smjörið
kæmi 1 eða 2 dögum fyrir smjörmatsdaginn, væri smjör-
ið óskemt, þótt það biði þann tíma), í þeirri von, að