Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 307
BÚNAÐARRIT.
303
lítið ómak, eða litlum arði af miklu striti. Og hvort
sem sá, er aflar, er lærður eða ólærður, fjölhæfur eða fá-
kunnandi, duglegur eða liðlóttur, yfirboðinn eða undir-
gefinn, karl eða kona.
ííiðurlagsorð.
Um fœði manna.
Eg hef áður drepið lítið eitt á fæði manna. Yil eg
að lyktum bæta þar við fáum oiðum. Verið getur að
mönnum þyki það ekki háfleygt efni, að tala um matinn.
Þó má gæta þess, að enginn fæst lengi við háfleyg
efni, án þess að neyta matar. Og eins má tala um það,
sem næst manni liggur og enginn getur án verið, eins
og um hitt, sem fáir eða engir þekkja til hlítar, og enga
vai'ðar beinlínis, nema fáeina sórfræðinga, eins og á sér
stað um sumt hið vísindalega.
Allir vita að líkaminn þarf fæði tii að geta vaxið
og haldið kröftum og hita. Aliir ættu líka að vita,
hvaða efni líkaminn þarf, hve mikið af þeim og hvernig
þau verða að beztum notum. Þetta vita þeir þó einatt
sízt, sem helzt þyrítu að vita það, og sýnist þó iiggja
nær, að kenna aiþýðu manna að þekkja sínar eigin
þarfir og ráðin til að bæta úr þeim, að þekkja sinn
eigin líkama og sinn rétta verkahring, held-
ur en t. d. að hnýsast eitthvað í danskar sögur, eða
fylla minnið af tölum og útlendum nafnorðum utan úr
víðri veröid.
Heiztu næringarefnin má nefna: mjölefni, hold-
gjafa og feiti.
Mest. þurfa menn af mjölefninu, þá af hoidgjafa og
minst af feiti. Þörf manna er mjög mismunandi og fer
eflir mörgum atvikum. Mest þó eftir líkamsþyngd, erfiði
og kulda. Vöxtur, holdafar, hreysti, vani o. fl. hefir líka
mikil áhrif á þarfir manna.
Láta mun nærri, að meðal karlmaður við 10—-12
stunda erflði á dag þurfi daglega rúmlega 1 af mjöl-