Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 175
BÚNAÐARRIT.
171
Bitru og Tröllatungu í Tungusveit. Hr. H. Þ. segir að
þetta kollótta fé hafi flutst norður í Strandasýslu frá
Kleifum í Gilsfirði um 1880, og að það sé einnig tals-
vert útbreitt í Dalasýslu. Hann telur líkegt, að cheviot-
fé hafi flutst inn í Dalasýslu (að Kleifum?) fyrir svo sem 30
árum, en hvaðan eða hvernig er honum ekki kunnugt.
Par sem kollótta féð í Strandasýslu er sérstaklega
gott, hraust, vænt og bráðþroska, virðist iiggja beint við,
samkvæmt því sem áður er sagt, að þakka þessa kosti
að meira eða minna leyti kynblönduninni með cheviot-
fé. Og fyrst þessi kynblöndun er orðin um 30 ára göm-
ul, ætti reynslan að vera búin að sýna, að cheviot-blóð-
ið úrættist ekki þótt það þynnist, því þunt (mikið blandað)
hlýtur það óneitanlega að vera orðið. Væri þessi kyn-
blöndunarkenning rétt, liggur nærri að álykta, að almenn
blöndun sauðfjár vors með cheviot-fé mundi auka stór-
kostlega arðinn af sauðfjáreigninni, enda veit ég að ýms-
ir, er lesið liafa skýrslu hr. H. Þ., hallast að þeirri
skoðun. En með því að ég er engan veginn samdóma
þessari skoðun, hefi ég álitið rétt, að reyna að skýra
málið nokkuð, áður en þessi kynblöndunarkenning grefui-
meira um sig, auk þess sem það er alt annað en þýð-
ingarlaust, vísindalega séð, að vita hið sanna í málinu.
Hr. H. Þ. er ekki faðir þessarar kynblöndunar-kenn-
ingar, sem hér ræðir um, en þó mun hún ekki vera
mjög gömul, eða að minsta kosti minnist ég ekki að
hafa heyrt hana nefnda á uppvaxtarárum mínum, eða
meðan ég var á Ólafsdalsskólanum, og var þó féð í Ó-
lafsdal svo að segja alt kollótt og af Kleifafjárkyninu.
Heyrt hefi ég þó að það sé Þingeyingur, er var um tíma
á Vesturlandi, sem fyrst hafl fundið hana upp. En hvað
sem því líður, mun hr. H. Þ. vera sá fyrsti, sem haldið
hefir henni fram opinberlega, eða að minsta kosti svo
að það hafl vakið athygli.
Ég hefl spurst fyrir hjá gömlum og greindum mönn-
um á Vesturlandi (í Stranda-, Dala- og Barðastrandar-