Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 40
36
BÚNAÐARRIT.
IV. Framtíðarhorfur.
„Fátt 01; svo með öllu ílt, að ekki fylgi nokkuð gott“,
segir gamall málsháttur, og svo er með hinn mikla gæða-
mun kúa vorra. Einmitt það, að þær eru svo ákaflega
misjafnar að gæðum, eykur stórlega mögulegieikana um
skjótar og mildar kynbœtur, ef oss skortir eigi alt of
tilfinnanlega framtakssémi og þekkingu.
Væri alment farið að halda mjólkur- og fóðurskýrsl-
ur og ákveða feitimagn mjölkurinnar, mætti á tiltölu-
lega fáum árum losa sig við ailar lökustu kýrnar og fá
aðrar betri í staðinn. Einfalda ráðið tii þess er, að ala
aðeins upp kvígur undan skárri kúnum, og nota full-
þroskuð naut af völdu kyni til undaneldis. Þetta er
það, sem nautgripafólögin hafa tekið sér fyrir hendui-,
þótt hjá mörgum þeirra séu ýmsir misbrestir á fram-
kvæmdunum, eins og við er að búast í fyrstu, eða að
minsta kosti afsakanlegt.
Versti virkilegi örðugleikinn, sem nautgripafélögin
eiga að stríða við, er strjálbýlið og hvað fáar kýr eru á
flestum bæjum. Af því leiðir, að víðast er ekki hægt
að nota hvert kynbótanaut til meira en 40—50 kúa, og
sumstaðar ekki til svo margra, þar sem þó er óhætt að
ætia hverju fullorðnu kynbótanauti að minsta kosti 70
—80 kýr. Við þetta verður kostnaðurinn við undaneld-
isnautin mikið meiri en hann annars þyrfti að vera.
Hér við bætist, að í flestum bygðarlögum eru fleiri og
færri ófélagslyndir og skammsýnir bændur, sem eigi fást
til að ganga í nautgripafélögin, en ala upp nautkálfa
handa sínum eigin kúm og lána nágrönnum, oft endur-
gjaldslaust. Þetta eykur kostnaðinn við nautahaldið enn
meira, vekur óánægju og sundrung meðal. fólagsmanna,
og hefir stundum leitt til þess að félög, sem komin hafa
verið á fót, hafa orðið að hætta. Úr þessu mætti bæta
með sýslusamþyktum um kynbætur nautgripa, samkvæmt
heimildarlögum þar að lútandi frá 20. október 1905, en
hvergi eru þær enn komnar á, það eg veit. — Þá gjörir