Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 259
BÚNAÐARRIT.
255
Heyið frá Einarsnesi (5.) var flæðiengjastör, grænt
og vel orðið.
Útlenda heyið er hey, sem flutt heflr verið hingað
til lands til sölu. Stendur það að flestu leyti að baki
góðu íslenzku heyi, einkum þó nr. 7, sem heflr óvenju
litið af eggjahvítuefnum, en mjög mikið af sellulósu.
8. og 9. á að vera hey af sama svæði; 8. sett
í súrhey, en 9. þurkað og allvel orðið. Því miður
vantar nákvæmar upplýsingar um hvenær heyið er sleg-
ið, hirt o. s. frv.
Svo virðist, að talsverðar efnabreytingar eigi sér
stað við súrsunina, að minsta kosti er einkennilegt, hve
mikill munur er á eggjahvítuefnunum. Ennfremur er
askan miklu meiri í súrheyinu, og bendir það líka á,
að talsvert af lífrænu efnunum hafi ummyndast við súrs-
unina og farið burt á einn eða annan hátt. En til
þess að skýra þetta mál þyrfti að gera nákvæmar til-
raunir og margar rannsóknir. Af einni einstakri rann-
sókn er ekki þorandi að draga ályktanir.
II. Rannsóknir á fóðurbæti.
To lo
M a i s m j ö . S tD c3 th B
'P w > w
Vatn °/o 1 12,59 11,94 12,77 13,20 12,47 12,96 12,81 10,89 9,92
Aska °/o 1,29 1,42 1,81 1,39 1,46 1,28 1,71 4,13 2,98
Eciti °/o 3,60! 4,50 3,99 3,11 2,66 3,80 1,58 4,65 15,47
E(r(riahv.efni°/o 9,05 9,23 8,45 8,60 8,04 9,22 11,36 13,22 53,40
Sp.llulósa .. ,°/o 2,14j 2,26 5,39 4,95 5,45 2,37 2,60 12,90
Önnur efni ,°/o 71,33 70,65 67,59 68,75 69,92 70,37 69,94 64,21 18,23
Hér er samsetning þurefnanna ekki reiknuð út, eins
og við heyið, því munurinn á vatninu í korntegundum
er svo lítill, að samanburðurinn verður nærri því eins
hægur, þótt það sé ekki gert. Það sem í heyinu var