Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 56
52
BÚNAÐARRIT.
svo, að áburðarkostnaðurinn yrði ekki frágangssök. Það
er sjálfsagt, að ekki má gróðursetja í raka jörð. Því
norðar sem dregur, því meiri verður þörf á, að þurka
jörðina. Að því leyti er sá jarðvegur beztur, þar sem
mold er ofan á hrauni, en óvíða er þar moldarlagið
nógu djúpt til trjáplöntunar.
Það er hvassviðrasamt á íslandi, og það væri lík-
legt, að menn hefðu reynt, að gera bæina vistilegri með
því að hlúa að þeim með skógi, og það því fremur, sem
menn hafa altaf getað séð, að birkið íslenzka er mjög
vel fallið til þess. En eg veit ekki til, að það hafl nokk-
urn tima verið reynt. Menn hafa fyrir löngu vitað, að
skepnubeitin er aðalorsökin til þess, að skógarnir hafa
eyðst. Og það gegnir furðu, að-mönnum skuii ekki hafa
dottið í hug, að sinna meira skógunum og viðhaldi
þeirra, þar sem það er svo auðséð, hvílíkur hagur það
er, að hafa nógan og nógu ódýran eldivið í landi, sem
er svo norðarlega. Að líkindum var það kvíðinn fyrir
eldiviðarskorti, sem varð orsök til þess, að skógavörnin
komst á í Danmörku alt í einu, að heita mátti. Og
árangurinn sætti undrum, eftir því sem sjá má á frá-
sögnum frá þeim tímum. Hitt má ekki lá mönnum,
þó að þeir gæfu ekki gaum að því, hve mjög skógarnir
bæta loftslagið; því það var eins í næstum öllum öðr-
um löndum.
Á íslandi sést þetta betur en víða annars staðar.
Eg hefi verið vikum saman bæði í skógum og utan
þeirra, og eg get borið um það, að útivinnan í skóga-
hlénu er miklum mun ánægjulegri, heldur en í vind-
blásnum hlíðunum utan þeirra.
Annars staðar 1 heiminum, þar sem bændur verða
að reisa bæi sína á skóglausu, næðingasömu landi, svo
sem á slóttunum í Bandaríkjunum í Yesturheimi, þar
hafa á seinni árum verið gróðursettir stórir og smáir skóg-
arreitir, bæði til skjóls og til varnar við aðfenni. Ekki
eru skógar þar mikils metnir enn þá, þar sem nóg er