Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 138
134
BÚNAÐARRIT.
lútandi, sem þeii' hafa sainþykt, þá skil ég eigi að pióf-
unin mundi reynast óvinsæl til frambúðar. Einstakir
menn, er að jafnaði sendu slæman rjóma, gætu sið vísu
orðið óánægðir með sitt hlutskifti, en fyrir það andnes,
óánægju einstakra manna, er ekki hægt að synda,
hvorki i þessu máli eða öðrum. Hór verður almenn-
ingsgagnið og almenningsheillin að sitja í fyrirrúmi.
Ekki nær það heldur neinni átt, að eigi sé hægt að
fá hæfa menn til þess að taka að sér prófun rjómans.
Hver maður með sæmilega þroskuðum skilningarvitum,
að minsta kosti hvað snertir bragð, Igst og sjón, getur
tekið þetta að sér. Það er að vísu ekki að búast við,
að hann sé fullfær strax í byrjun; en æfingin og leikn-
in kemur fljótt. Aðalatriðið er það, að velja til þess
þann mann, sem hefir vilja á að leysa starfið vel af
hendi og er samvizkusamur í því efni.
Bezt mundi fyrir nágrannabú, 2—3 eða fleiri, að slá
sér saman og nota sama manninn, helzt mann, sem
ekki væri félagi neins af búunum. Ivæmi hann síðan á
hvert af þessum búurn einu sinni á hverjum hálfum
mánuði, en aldrei sama dag, til þess félagsmenn búanna
væru ekki undir það búnir. Þeir eiga ekkert að vita
um það fyrirfram, hvenær eða hvaða dag á að prófa
rjómann.
Prófun rjómans á búunum cr að mínu álili skil-
grði þess, að meðferð mjólkurinnar batni á heimilunum
og alt það, sem að Iienni Igtur.
Hvað meðferð mjólkurinnar og rjómans á heimilun-
um að öðru leyti snertir, þá vil ég að eins minna á
þessi þýðingarmiklu atriði:
Mjaltirnar. Þær eru fyrsta atriðið í meðferð
mjólkurinnar. Þrifnaður við mjaltir er eitt aðalskilyrðið til
þess, að fá hreina og góða mjólk. Með gamla mjaltalaginu
kemst aidrei alfarið lögun á þetta. Meðan þeirri reglu er
fylgt, að toga spenana ogmjólka með blautum höndunum,
er ekki góðs að væuta. Fyrir því verða allir að kapp-