Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 22
18
BÚNAÐARRIT.
vor víða á Suðurlandi en á Norðurlandi, og hefir það
að sjálfsögðu einnig áhrif á ársnytina.
Af fullmjólkandi kúm, sem tafla 1.2. telur, eru um
180 eða ífill 13% á 3. og 4. ári — yngri en 4 ára.
Þar af er fullur V4 hluti með ársnyt yfir 4000 pd. Kvíg-
ur að 2. og 3. kálfi með ársnyt yfir 4000 pd. eru tii-
tölulega mikið fleiri í norðlenzku félögunum en þeim
sunnlenzku, og er orsök þess að ölium líkindum betra
uppeldi og þar af leiðandi bráðari þroski.
Feitimagn mjólkurinnar hefir verið mælt í 7 félög-
um af 13, eins og taflan sýnir, úr samtals 662 kúm, og
er meðalfeitimagnið tæp 3,6 °/o. Við þessar feitimæl-
ingar er þó ýmislegt að athuga. í flestum félögunum
hafa þær aðeins verið gjörðar að vetrinum, ýmist mælt
einu sinni, tvisvar eða þrisvar á vetri, og er meðalfeiti-
magnið tilfært, þar sem fleiri mælingar hafa verið gjörðar.
Það er alkunnugt, að mjólk úr ýmsum kúm er mjög
misjafnlega feitirík, og hafa allir góðir bændur veitt því
eftiri.ekt og það fyrir löngu. Hitt er að vonum fáum
kunnugt, að mjólk úr sömu kú getur verið mismunandi
feitirík, og fer það einkum eftir því, hvernig stendur á
burði, auk þess sem munurinn á sumar- og vetrarfóðri
hjá oss virðist geta haft veruleg áhrif á feitimagn mjólk-
urinnar. Þessi atriði verður að taka til* greina, þegar
ákveða skal meðalfeitimagn mjólkurinnar úr einstökum
kúm og meðalfeiti í íslenzkri kúamjólk.
Mjólkin úr flestum kúm er mögrust fyrst eftir burð-
inn, og vex feitimagnið venjulega eftir því sem mjólkin
minkar og nær líður geldstöðutíma, Þetta getur munað
alt að 0,5% eða jafnvel meira, að öllu öðru jöfnu.
Allítarlegar vísindalegar tilraunir hafa verið gjörðar
seinasta mannsaldur í ýmsum löndum, einkum á Þýzka-
landi, til þess að rannsaka áhrif fóðursins á feitimagn
mjólkurinnar. Þær hafa sýnt, að snögg breyting á fóðr-
inu getur haft talsverð áhrif á feitihlutfall mjólkurinnar,
þó mikið minni en á mjólkurmagnið — nythæð. Eink-