Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 321
BÚNAÐARRIT.
317
bæði í sandi og mold, svo og lítið af víði og lyngi, sem
er aðalgróður afréttar-iandanna. Meinlega er landið þurt
á Hólsfjöllum, Jökuldal og Reykjaheiði.
Húsakynni sauðfjár á svæðinu eru engar hallir,
heldur smá hús og dreifð á hverju býli út um túnið.
Bezt sá eg hús á Egilstöðum og Rangá á Héraði. Við
sjávarsíðuna eru menn á þessum árum að setja grindur
i gólf húsa fjörubeitarfjárins, og er það mikil umbót.
Óvíða sá eg mjög vond húsakynni; hverri kind er ætluð
1V2—2 Q áln. í húsi, vegghæðin er 3 áln. á flestum hús-
um, en í helzt til mörgum húsum er skortur á góðri
birtu, fyrir gluggaleysi. Þegar eg fór um Héraðið var
veðráttan mjög vot; láku þar því nær öll hús meira og
minna og voru forblaut, féð skitið og illa til reika. Eg
veit að mönnum fanst ilt til um þetta, og er það eðli-
iegt. Johan Schumann, fjárræktarmaðurinn norski, heldur
því fram, að bezt sé að sauðfé liggi aldrei á eigin saurind-
um, heldur á hálmi, þurkuðum þara, heyrudda eða ein-
hverju þ. h.
Ókostir húsakynnanna eru þessir lakastir: að þau eru
ekki útbúin með brynningarstokknm — fjarri vatnsból-
um og engin vatnsleiðsla í þau — að þau eru smá og
standa dreift, og að þau leka.
Heyfóður. Kjarnalítið hey er víða á Héraði; það
eru sinublönduð mýrahey og aðaltegundin mýrastör; brok
og laufhey er betra fóður, en það er óvíða. Flæðiengis-
hey eða ræktað úthey er helzt á Út-Héraði, næst Hér-
aðssandi, í Fljótsdal og Vallasveit, nyrzt í Axarfirði og
Kelduhverfi. í Axarfirði er rækt í grasi af sjávarflæði;
þar vex língresi 0. fl.; annarsstaðar, þar sem vatn ræktar,
vaxa mest starategundir, blástör og gulstör 0. fl. Á Hóls-
fjöllum er melgras og grávíðilauf meginfóður fjárins.
í vetrarforða hafa menn á þessu svæði ólíkt mikið handa
hverri kind: Á Hólsfjöllum 50 &, Inn-Héraði 150'» til
jafnaðar; á Út-Héraði eru beitarskilyrði síðri og þarf að
ætlakindinni meira fóður þar, 200 S eða meira; í Vopria-