Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 26
22
BÚNAÐARRIT.
— Kúm er venjulega geflð með útbeitinni að vorinu
1— 2 vikur eftir að þær koma út, og eins að haustinu
áður en innistaða byrjar. Yið þetta verður gjafatíminn
2— 4 vikum lengri en innistöðutíminn, en frá þeim
gjafatíma verður að draga svo mikið, sem samsvarar
fóðri því, er sparast hefir við útbeitina. Ef t. d. er farið
að gefa kúnum með útbeitinni 20. október að haustinu,
og þeim er. beitt til 30. s. m., og gefið þann tíma sem
svarar hálfri gjöf, á að telja innistöðutímann frá 25.
október, en ekki 20. eða 30. október. Þetta verða eftir-
litsmenn að athuga vel eftirleiðis, því þótt það auðvitað
hafi engin áhrif á ársarðinn af kúahaldinu hvernig þetta
er talið, þá er það fróðiegt og gagnlegt fyrir bændur, að
hafa áreiðanlegar skýrslur um gjafatímann frá ári til árs.
Taflan sýnir, að gjafatíminn er nokkuð lengri í norð-
ienzku félögunum en þeim sunnlenzku, eins og við var
að búast, munar líklega 2—3 vikum í meðalári eða
kringum það. Yið það verður árshagnaðurinn af kúa-
eigninni á Norðurlandi nokkuð lægri en á Suðurlandi,
þrátt fyrir það þótt norðlenzku kýrnar sóu heldur nyt-
hærri.
Um fóðrunina í nautgripafélögunum mætti rita langt
mál, en því verð eg að sleppa að þessu sinni, enda ekki
til nægar upplýsingar um gæði fóðursins, til þess að það
sé hægt, svo vel sé. Hins vegar verð eg að gefa nokkr-
ar upplýsingar um fóðurtegundirnar í hverju félagi og
hlutföllin millum þeirra. Það eru nauðsynlegar skýr-
ingar við töflurnar, þótt eigi sé skemtilegt til aflestrar.
í nautgripaféiagi Mýrdælinga var fóðrið sem næst
taða að 3/4 hlutum og úthey að 'U hluta. Lítilsháttar
af kraftfóðri og rófum. Lagt í fóðureininguna 2,5 pd.
taða, 3,5 pd. úthey, 1 pd. kraftfóður og 12 pd. rófur.
I nautgripafélagi Asahrepps var fóðrið mestmegnis
úthey, taða að '/4, eða vel það, og dálítið kraftfóður á
fáeinuin bæjum. Á allmörgum bæjum var fóðrað með
útheyi eingöngu. Mikið af útheyinu var gulstör úr Safa-