Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 289
BÚNAÐARRIT.
285
hverja stund, hverja mínútu æfi vorrar, að frádregnum
nægum svefntíma, og að svo miklu leyti sem mögulegt
er til nytsamra’starfa eða uppbyggilegra skemtana.. „Tím-
inn er peningur". Peningur, sem ætíð er gjaldgengur
í einhverja skuld eða einhverjum til nota. Sá sem íleygir
þessum pening frá sér, fær hann aldrei aftur. Störfin
eru margbreytt og fieiri iðja er gagnleg en líkamlegt
erfiði. Þar á meðal tel eg alla þá fræðslu og ment-
u n, er vér getum aflað oss eða veitt öðrum í likamlegum
efnum eða andlegum. Hvort heldur er með ræðum, ritum
eða verkurn annara eða sjálfra vor. Þó þvi að eins, að
fræðsla þessi sé eða geti einhvern tíma orðið til einhvers
gagns eða gleði. Það, sem hér er fram yfir, getur ekki
talist s ö n n m e n t u u. Vel geta farið saman verkleg
störf og bóklegt nám, og ætti helzt alt af að vera sam-
ferða. Hið fyrra er „lífselixír" líkamans, hið síðara
„ mímisbrunnur“ sálarinnar.
Hvorugt má vanrækja, líkamann né sálina, því hvor-
ugt getur starfað i mannfélaginu út af fyrir sig. Sjald-
gæft er, að sál í hálfdauðum líkama starfi með heilurn
hug. Og liðlótt verða störf líkamans með sofandi sál.
Vinnan einsaman svæfir sálina, og bók-
námið eittsaman veikir líkamann. Gerir hann
stirðan til snúninganna, eins og ryðgaða vél og áburð-
arlausa.
Já, meir að segja, iðjuleysið í skólunum, þvingun-
in ár eftir ár, spilta loftið o. s. frv. hefir lagt margan
likama i gröfina að ioknu námi, sem byrjaði það á
blómaskeiði þroskans og hreystinnar.
Þessari hættulegu einangran náms og vinnu þarf að
breyta bráðlega. Og einmitt hér, á þessu stutta bún-
aðarnámsskeiði, sé eg gleðilegan vo1t um breyting, er
mér virðist stefna í rétta átt. — „Menn geta styrkt
likamann með vinnu þó menn læri, og menn geta ment-
að andann þó menn vinni“.
Með nauðsynlegri iðju tel ég líka alt, sem lýtur að