Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 62
58
BTJNAÐARRIT.
vafalaust verið því að þakka, að það hafði verið geymt
í íshúsi.
En fyrst það gat geymst svo i 5 vikur, að það
misti svo sem ekkert af nýjabragðí sínu, þá er auð-
sætt, að fyrir íslenzkt smjör mætti fá nokkru hæria
verð en það, sem menn verða nú að láta sér iynda, ef
nógu vel væri farið með það, það er að segja, ef það
væri geymt í ishúsi frá upphafi og flutt til Englands í
skipum með kæiivélum. Jafnvel smjör, sem hafði verið
geymt á mjólkurbúunum í 4—5 vikur, hafði geymst vel,
svo að það er mikil ástæða til að ætla, að smjörið
skemmist ekki fyrri en á leiðinni til Englands, þegar
það er flutt í ókældum skipum, eða þvi troðið niður í
venjuleg lestarrúm, þar sem altaf er þungt og heitt loft
og auk þess óþefur af öllu, sem nöfnum tjáir' að nefna.
Eitt sýnishornið var myglað. Það hefir sjálfsagt
verið af því, að það hefir verið geymt þar á búinu, sem
loft hefir verið rakt. Annað sýnishorn var með miklu
remmubragði. Það var að kenna vondri sýru. Eg hafði
gott tækifæri til að komast að raun um það, því að eg
var staddur á því búi daginn áður en það smjör var
búið til, sem sent var á sýninguna. 2 sýnishorn voru
heldur þurr; höfðu verið hnoðuð um of.
Við sýninguna voru rikisþingsmennirnir dönsku, á-
samt konungi, ráðaneytisforseta og búnaðarmálaráðherra.
Lofuðu þeir hana ailir. Einkum var það búnaðarmála-
ráðherrann og einn af ríkisþingsmönnum, sem töluðu
vel um smjörið. Þótti mér mjög vænt um það, því
þeir hafa báðir vei vit á því, er við kemur mjólkur-
meðferð.
Ef einhver kynni nú að spyrja að því, hvaða gagn
Island hefði haft af þessari fyrstu smjörsýningu sinni,
þá mundi eg svara því á þessa leið: í fyrsta lagi hefir
hún vakið eftirtekt útlendinga á íslenzku smjöri, með
því að hún var haldin á þeim tima, þegar svo margir
gestir voru við staddir. Mun það koma að miklu gagni,