Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 110
106
BÚNAÐARRIT.
vestur eftir. Á fyrstu árum mínum hér sá eg nokkrar
ær úr Gufudalssveit, sem voru að öllu ólíkar fó hér í
kring. Voru þær háfættar og kroppurinn rýr, ullin tog-
lítil og minni en á öðru fé. En ærnar mjólkuðu 2—3
merkur i mál og sumar meira, voru sérlega heilsugóðar
og þoldu vel útigang. Hór um bil 25 árum síðar var
ekki urmull eftir af þessu framúrskarandi mjólkurfé.
Þetta þrent: fólkseklan í sveitunum, minkandi sum-
argagn af ánum og eftirsókn eftir dilkakjöti, hefir hjálp-
ast að til að láta menn hætta að færa frá. En þó er
eitt ótalið, sem hefir ef til vill hjáipað talsvert til — það
nfl., að mörgum hættir við, að taka ýmsa nýbreytni eftir
öðrum umhugsunarlítið. Það er nú í sjálfu sór lofsvert,
að bændur eru yfirleitt mjög fljótir til að gefa gaum að
nýmælum, sem upp koma, en þar með er ekki sagt, að
sjálfsagt só að grípa hugsunarlaust á lofti hverja nýjung.
Það kemur stundum fyrir hér á landisem annars staðar,
að nýbreytnin reynist enginn búbætir.
Hvað það nú snertir að hætta að færa frá, þá er
það ekki alstaðar jafn réttmætt. Eg álít að margir
bændur hafi gert rétt i því. Sumarhagar fyrir ær eru
sumstaðar svo lélegir og sumargagn af ám svo rýrt, að
það gerir litið meira en borga smölun og mjaltir, og þá
er skaðinn af fráfærunum auðsær. Aftur á móti eru
hinar jarðirnar miklu fieiri, sem liafa góða sumarhaga,
og þar þurfa bændurnir að hugsa sig vel um, áður en
þeir hætta að færa frá.
Eg ætla nú að leitast við að gera nokkra grein
fyrir því, hvort það muni yfirleitt vera hagur, að hætta
við fráfærurnar. Hefi eg reynt að útvega mór skýrslur
frá ýmsum merkum bændum, bæði um sumarnyt ánna,
um kostnað við nytkun og um mismun á dilkum og
fráfærulömbum, og bera svo skýrslur þeirra saman við
mína reynslu. Hvað snertir sumargagn af ánum og
kostnað við nytkun þeirra, verð eg einkum að byggja á
minni reynslu, því eg hefi ekki getað fengið greinilegar