Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 54
50
BÚNAÐARRIT.
Eg vildi óska, að einhverjir, sem eiga skóga, vildu
rita í blöð eða tímarit um þetta varnarmál, og skýra
frá, hvað helzt er til fyrirstöðu. Þá yrði hægra að sjá,
hvort vörninni verður við komið. Hún er það, sem
mestu ræður um skógarmálið. Því að ef það mál skal
sækja með viti, verður það að vera á þessa leið: „Verja
skal alla þá skóga, sem til eru á landinu, og höggva þá
skynsamlega, þangað til þeir eru við það orðnir svo háir,
að fónaðurinn getur ekki framar gert þeim mein“. Þá
má aftur leysa böndin, og þarf úr því ekki að verja nema
þann hluta skógarins, sem á að yngja upp, og það er
hægt að gera með girðingu; en að girða alt, má kalla
frágangssök. A þennan hátt mundu kjarrskógarnir á
10—25 árum, eftir þvi hvað góðir þeir eru, vera orðnir
að reglulegum skógum, lágum að vísu, 25—35 feta há-
um, eins og nú eru þeir á Hallormsstað og Þórðarstöð-
um. Skógareigendurnir yrðu að sætta sig við erfiðleika
þá, sem vörn um hríð mundi hafa í för með sér, til
þess að því marki verði náð. En það tekst varla, nema
almenningur skilji, hve goft það mundi verða fyrir land-
ið, að koma skógunum upp aftur. Með nauðung mundi
lítið á vinnast.
Það munu flestir kannast við að sé réttmæli, „að
koma skógunum upp aftur". Þá sem fyrstir komu hér
að iandi mundi varla hafa fýst að reisa sér bygðir og
bú í svo norðlægu landi, ef þeir hefðu ekki fundið neitt
efni til viðunandi húsagerðar og eldivið til hlýinda og mat-
suðu, þegar þess er gætt, hve erfitt var þá um vöru-
flutninga og tækin ófullkomin.
En eg fer aftur að tala um vörnina.
Skógarnir og skógareigendurnir eru ekki svo marg-
ir. Og þegar þess er gætt, hve mikils er vert um skóg-
arleifarnar fyrir þetta mál, þá væri, ef satt skal segja,
ekki til of mikils ætlast, þó að þeir menn, sem verða
að láta ónotaða eign sína og hafa af vörninni talsverða
fyrirhöfn og sumir nokkurn fémissi, fengju það að fullu