Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 104
100
BÚNAÐARRIT.
Safnker eiga helzt að vera alveg iokuð, og standa
á svölum stað, þó eigi þar sem frosthætt er; bezt er
að gera þau úr sléttu járni galvaniseruðu, en ekki er
annara meðfæri en góðra smiða að smíða þau svo að
vatnsheld sóu; þau eru öll hnoðnegld um samskeyti, og
undir botninum má hafa trébotn til sttyrktar. Sé þess
ekki kostur, að gera safnkerið úr galvaniseruðu járni,
er bezt að gera það úr tró; má þá brúka góðar tunnur
eða ámur, og einnig smíða járngirta stampa til þess.
Ef dæla er utanhúss, er óhjákvæmilegt að hafa pípu efst
úr safnkerinu, yfirfailspípu svonefnda, sem runnið getur
út um að skaðlausu, þegar kerið er orðið fult, þótt
haldið sé áfram að dæla. Stigpípan frá dælunni er lát-
in liggja inn i kerið ofantil; pípa sú, sem liggur frá ker-
inu til vatnskranans, er látin ganga neðantil úr kerinu,
þó eigi alveg niður við botn þess, svo að grugg það,
sem kann að safnast fyrir á botninum, renni ekki með
til vatnskranans. Óhjákvæmilegt er að hreinsa kerið
endrum og sinnum, og er gott að hafa til þess pípu út
úr botninum á kerinð; sú pípa skal að jafnaði vera lok-
uð með stopphana eða krana. en uin hana má hleypa
öllu vatni úr kerinu, þegar hreinsa skal. Ef alt er í
fullkomnasta lagi, ganga því 4 pípur alls út úr safnker-
inu, yfirfallspipan, stigpípan, vatnspípan og hreinsunar-
pípan. Verður að gæta þess vandlega, að búa svo um
pípur þessar, að ekki leki með þeim.
Ef nota á vatnið á fleiri stöðum en einum í
sama húsinu, eða í fleiri húsum en einu, ráða staðhætt-
irnir mestu um það, hvernig hentast er að koma öilu
fyrir. Bezta fyrirkomulagið er það, að hafa aðeins eina
dælu, annaðhvort við vatnsbólið eða annarsstaðar, og
dæla öliu vatninu í eitt safnker, sem stendur svo hátt
uppi, að úr því getur runnið sjálfkrafa eftir pípum til
alira þeirra staða, sem vatnið skal nota á. Só þess ekki
kostur, að koma einu safnkeri fyrir þannig, eða ef það
verður of kostnaðarsamf, má og láta sömu dæluna þrýsta